Í dag var dregið í 16-liða úrslit bikarkeppni yngri flokka á skrifstofu KKÍ og það var landsliðskonan og leikmaður Hauka, Telma Björk Fjalarsdóttir sem mætti og sá um að allt færi sem best fram og sá um að draga.
Óhætt er að segja að fingurfimi Telmu hafi reynst okkur vel því að við fengum heimaleiki í öllum þrem flokkunum.
Drengjadlokkur keppir gegn ÍA, 11. flokkur drengja keppir gegn Haukum og 10.flokkur stúlkna fær Kormák í heimsókn.
Þessir leikir fara fram núna í nóvember og verður nánar sagt frá leikdögum þegar það kemur í ljós.