Fréttir - Knattspyrna

Jako Sport á Ísafirði í dag 20. febrúar

Knattspyrna | 20.02.2024

Í dag þriðjudaginn 20.febrúar verður Jako Sport á Ísafirði með afsláttardag fyrir á Vestrafatnaði. Jako Sport verður í íþróttahúsinu á Torfnesi milli 16:00 og 18:00 á þriðjudaginn. 

 
ÁFRAM VESTRI!
Nánar

Gert klárt fyrir æfingar dagsins

Knattspyrna | 01.02.2024
1 af 3

Til að geta haldið úti æfingum á nýja gervigrasvellinum á Ísafirði þarf að moka völlinn reglulega.

Eins og allir vita hefur veðrið oft á tíðum ekki verið að leika neitt sérstaklega vel við okkur hér fyrir vestan síðustu misserin.

Við látum það ekki á okkur fá og höfum náð að halda úti æfingum á vellinum í vetur með örfáum undantekningum. Iðkendur og þjálfarar Vestra hafa því lagt ýmislegt á sig til að geta æft úti og eiga sannarlega hrós skilið.  Lykilmaður í að halda vellinum opnum og þar með æfingahæfum er hann Jói vinur okkar, starfsmaður Ísafjarðarbæjar. Við erum heppin að hafa Jóa og erum sannarlega þakklát fyrir hans framlag.

 

ÁFRAM VESTRI!

Nánar

Nokkrar myndir frá æfingum

Knattspyrna | 01.02.2024

Veðrið hefur verið allskonar í þessari viku.

Við höfum þurft að hliðra aðeins til vegna veðursins hjá sumum flokkum en allt gengið upp samt sem áður.

Nú stefnir í það að við séum að fá fleiri mörk á gervigrasvöllinn á Torfnesi og fyrir því erum við eðlilega spennt.

ÁFRAM VESTRI!

Nánar

Æfingar í fullum gangi hjá yngri flokkum Vestra í knattspyrnu.

Knattspyrna | 29.01.2024

Allar æfingar hafa gengið vel hjá yngri flokkum Vestra í knattspyrnu.

Æfingarnar fara fram á gervigrasvellinum á Torfnesi, íþróttahúsinu á Torfnesi, íþróttahúsinu á Austurvegi, íþróttahúsinu í Bolungarvík og í sjálfu vallarhúsinu á Torfnesi. 

Þannig að æft er á fimm stöðum.

Þetta er það sem þarf til að halda úti því æfingamagni og gæðum sem við viljum gera.

Nú erum við að klára okkar fjórða mánuð í að æfa eftir nýrri æfinga og kennsluáætlun Vestra.  Verður að segjast eins og er að þjálfarar Vestra eiga sannarlega hrós skilið fyrir sína vinnu.   Það er eitt að vera með góða áætlun og æfingar á blaði og annað að framkvæma! Við sjáum það líka á leikmönnum að framfarir eru strax farnar að koma fram og það gefur aukna orku í starfið.

Nú höldum við áfram sem leið liggur með velferð Vestra að leiðarljósi(hraði, hæfni, hreysti, hugur og hyggja).

ÁFRAM VESTRI

 

Nánar

Andreas yfirgefur Vestra.

Knattspyrna | 24.01.2024

Andreas Søndergaard hefur yfirgefið Vestra, en leikmaðurinn samdi í Nóvember. Andreas bauðst tækifæri til þess að ganga til liðs við flott lið í Danmörku og var erfitt fyrir félagið að standa í vegi fyrir honum. Knattspyrnudeild Vestra óskar Andreas góðs gengis í nýju verkefni og velfarnaðar í framtíðinni.

Nánar

Íþróttafólk ársins í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ 2023

Knattspyrna | 14.01.2024

Í gær, laugardag 13. janúar fór fram val á íþróttamanni ársins 2023 í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík.

Nánar

Elmar Atli íþróttamaður ársins í Ísafjarðarbæ

Knattspyrna | 13.01.2024
1 af 2

Elmar Atli Garðarsson, fyrirliði meistaraflokks karla í knattspyrnu, var í dag valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar árið 2023.

Nánar

Styrktar og liðleikaæfingar fyrir 3.-4. flokk drengja og stúlkna

Knattspyrna | 12.01.2024

Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að við höfum fengið til liðs við okkur Árna Heiðar Ívarsson til að sjá um styrktar og liðleika æfingar fyrir leikmennn í 3.-4. flokki drengja og stúlkna.

Þetta eru mikilvægar æfingar fyrir þennan aldurshóp og meira mikilvægt að vandað sé til verka. Við erum gríðarlega ánægð að fá jafn reyndan og færan þjálfara og Árna Heiðar í starfið.

Nánar

Fótboltaval fyrir nemendur í 9.-10. bekk

Knattspyrna | 10.01.2024
1 af 2

Yngri flokkar knattpsyrnudeildar Vestra er komin í samstarf við Grunnskólann á Ísafirði er lítur að fótboltavali fyrir nemendur í 9.-10. bekk.

Nánar

Foreldrafundur á zoom mánudaginn 08. janúar.

Knattspyrna | 04.01.2024

Foreldrafundur ætlaður fyrir foreldra sem ekki búa hér á svæðinu fer fram á zoom 08. janúar nk kl. 18.30.
Á fundinum verður farið yfir æfinga og kennsluáætlun knattspyrnudeildar Vestra og verkefni flokkanna.

Fundurinn er að sjálfsögðu opinn fyrir alla.

Nánar