Nú eru komin á dagskrá nokkur skemmtikvöld í vetur. Öll eru þau haldin á fimmtudögum og verða í höndum foreldra. Hér eru dagsetningar kvöldanna:
#1. 22. október #2. 26. nóvember #3. 21. janúar #4. 25. febrúar #5. 14. apríl #6. (lokahóf) 9. júní
Foreldrar verða skráðir á skemmtikvöld sem þeir eiga að sjá um, ef forledrar vilja óska eftir því að vera á einu kvöldi frekar en öðru þarf að tilkynna það fyrir föstudaginn 2. október. Það verður "fyrstir koma fyrstir fá" ef fleiri en þurfa þykir sækja um sama kvöldið. Þær stöður sem verða ekki fylltar með umsóknum verður svo skipað í af handahófi. Ef það kvöld sem ykkur verður úthlutað henntar ekki er möguleiki á að ræða við aðra foreldra til að fá skipt.
Eins og kom framm á foreldrafundinum í síðustu viku er ekki verið að skipuleggja stórkostlegar veistlur eða hátíðir, bara eitthvað smá uppbrot á tímabilinu til að létta lundina hjá krökkunum og þétta hópinn, allskonar leikir eða ávaxtakvöld og vídjó eru góðar kvöldstundir.
Umsóknir um kvöld til að halda má senda í tölvupósti á palljanus87@gmail.com eða með skilaboðum á Facebook síðuna Páll Janus Þjálfari.