Viðbótar-aðalfundur Sundfélagsins Vestra verður þriðjudaginn 17. nóvember í húsnæði HSV við Suðurgötu 12 Ísafirði klukkan 20:00.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Skipa fundarstjóra og fundarritara.
2. Á fundinum verður borin upp tillaga af háflu stjórnar um að félagið gangi til sameiningar við önnur íþróttafélög.
Tillagan hljóðar svo:
„Sundfélagið Vestri samþykkir að taka þátt í stofnun nýs fjölgreinafélags undir merkjum Vestra og er áætlaður stofndagur þann 22. nóvember 2015. Með samþykkt þessari er ákveðið að lög hins nýja félags muni taka yfir núverandi lög Sundfélagsins Vestra og eftirleiðis verði starfsemin deild undir yfirstjórn nýja Vestra. Með samþykkt þessari er stjórn Sundfélagsins jafnframt falið að ganga frá formlegum málum er varða stofnun hins nýja fjölgreinafélags.“
Þar sem tillaga þessi tekur til laga félagsins, gilda reglur um lagabreytingar og verður því tillagan að hljóta 2/3 atkvæða fundarmanna til að teljast samþykkt.
3. Kynnt drög að nýju skipulagi æfinga og æfingahópa.
4. Hugmyndir um fyrirhugaða æfingaferð erlendis sumarið 2016 kynntar.
5. Kynntur samningur sundfélagsins við Aquasport sem er söluaðiði TYR-sundfatnaðar.
6. Önnur mál og fyrirspurnir.
Kv. Stjórnin