Útnefning á íþróttamanni Ísafjarðarbæjar árið 2016 fór fram sunnudaginn 22. janúar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Þar var sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir frá íþróttafélaginu Ívari útnefnd sem íþróttamaður Ísafjarðarbæjar og er þetta fjórða árið í röð sem Kristín hampar titlinum. Hefur hún verið ein öflugasta sundkona landsins um árabil og er ein af fimm bestu sundkonum heims í sínum flokki.
Aðrir sem hlutu tilnefningu til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar 2016 voru:
Við sama tækifæri var einnig útnefndur efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016. Auður Líf Benediktsdóttir frá blakdeild Vestra hlaut þann titil en hún hefur æft og spilað íþróttina frá 7 ára aldri og oft hampað Íslandsmeistaratitlum með liði sínu í yngri flokkum. Hún er lykilleikmaður með meistaraflokki Vestra í blaki og var á árinu 2016 valin í U17 landsliðið í blaki auk þess sem hún keppti í strandblaki á Möltu síðasta sumar með góðum árangri.
Aðrir sem hlutu tilnefningu sem efnilegast íþróttamaður Ísafjarðarbæjar 2016 voru:
Þá fengu Körfuboltabúðir Vestra sérstök hvatningarverðlaun en þær hafa verið starfræktar frá árinu 2009, fyrst undir nafni KFÍ en eftir sameiningu íþróttafélaga árið 2016 undir nafni Vestra. Mikill metnaður hefur verið lagður í faglegt og gott starf sem hefur skilað sér í fjölda þátttakenda víða af landinu og komast jafnan færri að en vilja.
Deila