Fréttir - Hjólreiðar

Fjallahjólafjör alla helgina

Hjólreiðar | 07.08.2025

Hjólreiðadeild Vestra stendur fyrir sínu árlega fjallahjólamóti nú um helgina. Bæði verður keppt í fullorðins og barnaflokkum í enduro keppnisgreininni. Mótið er hluti af bikarmótaröð Hjólreiðasambands Íslands.

Nánar

Gull, silfur og brons á Akureyri

Hjólreiðar | 23.07.2025
Glaðbeittur hópur Vestrakrakka að loknum keppnisdegi í Hlíðarfjalli síðstliðinn föstudag.
Glaðbeittur hópur Vestrakrakka að loknum keppnisdegi í Hlíðarfjalli síðstliðinn föstudag.
1 af 5

Keppendur Vestra gerðu góða ferð í Hlíðarfjall á Akureyri um síðustu helgi en þar fór fram Íslands- og bikarmót enduro fjallahjólreiðum og fjallabruni. Fimm keppendur Vestra tóku þátt í yngri flokkum enduró keppninnar eða ungdúró. Skemmst er frá því að segja að öll komu þau heim með verðlaun, þrjú gullverðlaun, tvö silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.

Nánar

Lokahóf hjólreiðadeildar fyrir 2024

Hjólreiðar | 11.02.2025
Hópurinn með Þorgils þjálfara og stjórnarmönnunum Viðari Kristinssyni og Atla Jakobssyni.
Hópurinn með Þorgils þjálfara og stjórnarmönnunum Viðari Kristinssyni og Atla Jakobssyni.
1 af 3

Á sunnudaginn hélt hjólreiðadeild Vestra skemmtilegt lokahóf fyrir félagsmenn til að fagna frábærum árangri á árinu 2024, en alls lönduðu yngri hjólarar félagsins þremur Íslandsmeistaratitlum.

Nánar

Þrír Íslandsmeistaratitlar til Vestra

Hjólreiðar | 13.08.2024
Keppnislið Vestra í ungdúró. Frá vinstri: Ísar Logi Ágústsson, Esja Rut Atladóttir, Sara Matthildur Ívarsdóttir, Dagur Ingason, Þorgils Óttar Erlingsson, þjálfari, Aron Ýmir Ívarsson, Daníel Logi Ævarsson, Julian Númi Bechtloff Heiðarsson og Adrían Uni Þorgilsson.
Keppnislið Vestra í ungdúró. Frá vinstri: Ísar Logi Ágústsson, Esja Rut Atladóttir, Sara Matthildur Ívarsdóttir, Dagur Ingason, Þorgils Óttar Erlingsson, þjálfari, Aron Ýmir Ívarsson, Daníel Logi Ævarsson, Julian Númi Bechtloff Heiðarsson og Adrían Uni Þorgilsson.

Helgina 10.-11. ágúst, hélt Hjólreiðadeild Vestra árlegt enduro og ungdúró mót sitt á Ísafirði. Keppendur Vestra stóðu sig með mikilli prýði á mótinu en alls voru 8 Vestra krakkar skráðir til leiks í ungdúró keppninni og 2 fullorðnir í enduro. Krakkarnir stóðu sig frábærlega og skiluðu sér í hús á hvorki meira né minna en þrír Íslandsmeistaratitlar! 

Nánar

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra 2024

Hjólreiðar | 13.03.2024

Aðalfundur hjólreiðadeildar Vestra verður haldinn á morgun, fimmtudaginn 14. mars, kl. 19.30 í Vallarhúsinu á Torfnesi.

Nánar

Frábært fjallahjólamót!

Hjólreiðar | 14.08.2023
Vestramaðurinn Aron Svanbjörnsson hafnaði í þriðja sæti í Rafhjólaflokki á eftir þeim Helga Berg Friðþjófssyni og sigurvegaranum Karli Lilliendahl Ragnarssyni.
Vestramaðurinn Aron Svanbjörnsson hafnaði í þriðja sæti í Rafhjólaflokki á eftir þeim Helga Berg Friðþjófssyni og sigurvegaranum Karli Lilliendahl Ragnarssyni.
1 af 2

Enduro- og Ungdúrómót Hjólreiðadeildar Vestra fóru fram í blíðskaparveðri um helgina á Ísafirði. Mótið var tvískipt þar sem fullorðnir og ungmenni kepptu á föstudag og laugardag en börnin fengu að njóta sín á sunnudaginn.

Nánar

Fjallahjólaveisla á Ísafirði

Hjólreiðar | 11.08.2023

Í dag kl. 17:00 hefst fjallahjólaveisla á vegum Hjólreiðadeildar Vestra. Um er að ræða tvær keppnir, fullorðinsmótið Enduro Ísafjörður og barnakeppnin Ungdúró Ísafjörður. Fullorðins keppnin fer fram í dag og á morgun en barnakeppnin fer fram á sunnudag.

Nánar

Ný stjórn hjólreiðadeildar Vestra

Hjólreiðar | 02.04.2023

Á aðalfundi hjólreiðadeildar Vestra, þann 7. mars síðastliðinn, var ný stjórn kosin til starfa.

Nánar

Aðalfundur hjólreiðadeildar 2023

Hjólreiðar | 07.03.2023
Aðalfundur deildarinnar verður haldinn 16. mars kl. 20:00 í Skátaheimilinu á Ísafirði, Mjallargata 4.
 
Dagskrá aðalfundar
Fundarsetning.
1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
2. Formaður deildar gerir grein fyrir starfsemi deildarinnar á liðnu starfsári.
3. Gjaldkeri deildar leggur fram ársreikning til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
4. Reglugerðabreytingar
5. Félagsgjald
6. Kosningar:
a) Kosninn formaður deildar til eins árs.
b) Kosnir tveir meðstjórnendur og tveir varamenn til eins árs í senn.
7. Markmið og sýn félagsins. Áætlanir fyrir 2023
8. Viðurkenning til efnilegasta hjólreiðafólks Vestra.
9. Önnur mál.
Fundargerð lesin upp og fundarslit.
Nánar

Hjólagarður

Hjólreiðar | 13.09.2022

Hjólagarður Vestra vígður sl helgi að viðstöddu miklu fjölmenni. Í hjólagarðinum er ný hólabraut eða pumpubraut. Það tók um 2-3 vikur að leggja brautina og var það gert í sjálfboðaliðavinnu undir stjórn Ólivers Hilmarssonar. Hjólreiðadeild Vestra lögðu ófáir verkinu lið með því að leggja til aðstöðu, tæki og mannskap. Foreldrar voru dugleg að mæta og taka þátt í undirbúningnum. Guðmundur Kr. Ásvaldsson var löngum stundum á gröfu sinni við verkið og Ágúst Atlason styrkti framtakið með efniskaupum. 

Hólabraut eða pumpubraut er þannig gerð að unnt er að fara brautina með því að nýta sér hólana til þess að ná ferð og komast áfram án þess að stíga hjólið og listin felst í því að ná færni á því sviði.

Það verður gaman að fylgjast með ásókninni í garðinn og sjá hann vaxa í framtíðinni.

Nánar