Fréttir

Fjallahjólaveisla á Ísafirði

Hjólreiðar | 11.08.2023

Í dag kl. 17:00 hefst fjallahjólaveisla á vegum Hjólreiðadeildar Vestra. Um er að ræða tvær keppnir, fullorðinsmótið Enduro Ísafjörður og barnakeppnin Ungdúró Ísafjörður. Fullorðins keppnin fer fram í dag og á morgun en barnakeppnin fer fram á sunnudag.

Fyrstu tvær sérleiðirnar í fullorðinsmótinu verða hjólaðar í dag en það eru leiðirnar Austmenn og Hnífar. Start er kl. 17:00 og reikna má með að fyrstu hjólarar komi niður milli 17:30 og 17. Hvetjum fólk til að kíkja inn í Dagverðardal þar sem endamarkið verður við Dyngjuskálann. Keppni hefst svo aftur í fyrramálið kl. 11 þegar Heiðin verður hjóluð niður að skíðaskálanum í Tungudal en færist síðan upp á Seljalandsdal.

Barnamótið Ungdúró Ísafjörður hefst svo kl. 11 á sunnudag og fer öll fram á Seljalandsdal.

Allar nánari upplýsingar um mótið má nálgast á heimasíðu Hjólreiðasambands Íslands.

Deila