Innanhúsmót BÍ88 fer fram um helgina og munu 40 lið frá 4 félögum etja þar kappi. Mótið fer fram bæði laugardag og sunnudag, og hefst keppni kl.9 báða dagana.
Athugið að leikmenn skulu mæta 30 mínútum áður en keppni hefst í hverjum flokki fyrir sig
Mætingar og keppnistími hvers flokks er eftirfarandi:
Mæting Keppni hefst
8.flokkur 09:40 10:10 laugardagur
7.flokkur 08:30 09:00 sunnudagur
6.flokkur 10:00 10:30 laugardagur
5.flokkur kvk 08:30/14:00 09:00/14:30 laugardagur/sunnudagur
5.flokkur kk 13:10/09:00 13:40/09:30 laugardagur/sunnudagur
4.flokkur kvk 16:30/13:10 17:00/13:40 laugardagur/sunnudagur
4.fl kk/3.flkvk 11:30/11:30 12:10/12:00 laugardagur/sunnudagur
3.flokkur kk 15:30/15:00 16:00/15:00 laugardagur/sunnudagur
Leikjaplan fyrir innanhúsmótið um helgina er komið á síðuna.
http://www.hsv.is/bi/skrar_og_skjol/skra/66/
Ástundun: Daði Rafn Ómarsson
Framfarir: Guðni Rafn Róbertsson
Prúðmennska: Helena Haraldsdóttir
7.fl kvk:
Ástundun: Hafdís Bára Höskuldsdóttir
Framfarir:Kolfinna Rúnarsdóttir
Prúðmennska: Ásthildur Jakobsdóttir
7. fl kk:
Ástundun: Þórður Gunnar Hafþórsson
Framfarir: Þráinn Arnaldsson
Prúðmennska: Ívar Helgason
6. flokkur kk:
Ástundun: Birkir Eydal
Framfarir: Hjörtur Ísak Helgason
Prúðmennska: Elías Ari Guðjónsson
6. flokkur kvenna
Ástundun: Auður Líf Benediktsdóttir
Framfarir: Katrín Ósk Einarsdóttir
Prúðmennska: Signý Rós Ólafsdóttir
5. flokkur kk:
Ástundun: Þorsteinn Ýmir Hermannsson og Fannar Ingi Fjölnisson
Framfarir: Patrekur Darri Hermannsson og Suwat Chaemram
Prúðmennska: Magnús Orri Magnússon og Einar Óli Guðmundsson
5. flokkur kvk:
Ástundun: Hekla Dögg Guðmundsdóttir
Framfarir: Emma Jóna Hermannsdóttir
Prúðmennska: Elín Lóa Sveinsdóttir
4. flokkur kk:
Ástundun: Dagur Elí Ragnarsson
Framfarir: Patrekur Þór Agnarsson
Prúðmennska: Þórir Karlsson
4. flokkur kvk:
Ástundun: Fanney Dóra Veigarsdóttir
Framfarir: Thelma Rut Jóhannsdóttir
Prúðmennska: Rannveig Hjaltadóttir
3. flokkur kk:
Ástundun: Ólafur Atli Einarsson
Framfarir: Matthías Króknes Jóhannsson
Prúðmennska: Aron Guðmundsson
Þess ber auðvitað að geta að allir krakkarnir stóðu sig svakalega vel í ár, þau vöktu athygli á mótum fyrir gjörvilegt atgervi og framúrskarandi hegðun auk allra hæfileikanna í fótbolta - þess fyrirbæris sem bindur okkur öll saman sem komum að félaginu. Hafi einhver orðið fyrir vonbrigðum með að hafa ekki fengið viðurkenningu, vil ég segja við þá að í raun var það allur hópurinn sem fékk viðurkenningu því fótbolti er hópíþrótt og stendur og fellur með leikmönnum sem taka þátt í leikjum og æfingum. Enginn einn leikmaður gerir hópinn góðan, en góður hópur gerir alla leikmenn góða. Munið það og vinnið vel í vetur í æfingunum og þá opnið þið möguleika ykkar á viðurkenningu næst - eða þar næst.
Æfingin skapar meistarann.
Til hamingju BÍ-krakkar, þið voruð og eruð til fyrirmyndar. Haldið því áfram og þá verða ykkur allir vegir færir.
NánarLandslið pilta skipað leikmönnum yngri en 17 ára hóf leik í undankeppni EM í Wales í gær.
Liðið mætti heimamönnum frá Wales og töpuðu þar naumlega 3-2.
Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Lið Wales komst í 2-0 í seinni hálfleik en þeir Hólmbert Friðjónsson og Kristján Gauti Emilsson jöfnuðu leikinn fyrir Ísland í 2-2. Lið Wales bætti svo við þriðja markinu sem gerði út um leikinn.
Strákarnir eiga annan leik á morgun og sá leikur er gegn Rússlandi en þeir síðarnefndu gerðu jafntefli gegn Bosníu í gær, 0-0. Ekki er vitað um frammistöðu okkar manns, Emils Pálssonar, í leiknum en leiða má að því líkum að hann hafi valdið usla í röðum Walesmanna.
Áfram Ísland! Áfram Emil!
Nánar