Fréttir

Ný stjórn blakdeildar Vestra

Blak | 28.03.2017

Aðalfundur blakdeildar Vestra var haldinn 23. mars. Þrír nýir komu inn í stjórn deildarinnar: Svava Rán Valgeirsdóttir, Petra Dröfn Karvel og Signý Þöll Kristinsdóttir. Þær eru boðnar velkomnar til starfa. Þeir sem fara úr stjórn eru Klaudia Karolsdóttir, Jón Kristinn Helgason og Ragnhildur Ágústsdóttir og þakkar blakdeild Vestra þeim fyrir góð störf.

Stjórnina skipa:

Harpa Grímsdóttir, formaður

Meistaraflokksráð:

Sólveig Pálsdóttir, oddviti

Svava Rán Valgeirsdóttir

Magnús Bjarnason

Petra Dröfn Karvel, varamaður

Yngriflokkaráð:

Stella Hjaltadóttir, oddviti

Anna Katrín Bjarnadóttir

Kristinn Mar Einarsson

Signý Þöll Kristinsdóttir, varamaður.

Deila