Fréttir - Körfubolti

Páskaeggjamót Góu og Vestra

Körfubolti | 17.03.2025

Hið árlega páskaeggjamót Vestra og  Góu í körfubolta fer fram venju samkvæmt á skírdag. Hefst það kl. 10.30.

Yngri iðkendur hefja leik kl. 10.30 en fullorðnir kl. 12.00. Keppendur hvattir til að mæta tímanlega. 

Þátttökugjaldið það sama og mörg undanfarin ár eða 
kr. 1000 á mann í elstu flokkum
kr. 500 í yngri flokkum
kr. 0 fyrir iðkendur 16 ára og yngri hjá Kkd. Vestra

Frjáls framlög alltaf vel þegin til styrktar starfinu

Páskaeggjamót Góu og Vestra

Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum
16 ára og eldri karla
16 ára og eldri kvenna
13-15 ára drengir
13-15 ára stúlkur
11-12 ára drengir(minnibolti, 5. og 6. bekkur)
11-12 ára stúlkur(minnibolti, 5. og 6. bekkur)
8 - 10 ára , (3. og 4. bekkur)

Ekki opið fyrir 2. bekk og yngri sökum fjöldatakmarkana.

Heimilt að vera með blönduð lið

Heimilt fyrir yngri en 16 að keppa í fullorðinsflokki

Reglur í mótinu:

Mótstjórn hefur óskorað vald til breytinga á flokkum, fer eftir skráningum hvernig endanleg skipting verður.  Skráning fer fram á mótsstað.

Í elsta flokki er óheimilt að manna lið 2 meistaraflokksmönnum, meistaraflokksmaður telst sá sem spilaði meira en 40 mínútur samtals með liði sínu í 2.deild og ofar skv. tölfræðisíðu KKÍ  í vetur.

Spilað í 5 mínútur, sóknin dæmir. Lið skiptast á að vera í sókn(ekki make it take it). Verði lið jöfn í leikslok þá ráðast úrslit í vítakeppni.  

Vítakeppni fer þannig fram að einn fultrúi úr hvoru liði tekur víti.  Ef jafnt eftir fyrstu umferð þá er komið að næsta leikmanni.  Ef lið inniheldur 3 leikmenn þá er komið að honum, svo koll af kolli þar til úrslit fást.

Gleðilega Páska og áfram Vestri

Nánar

Aðalfundur KKD Vestra

Körfubolti | 07.04.2024

Fundarboð : Aðalfundur KKD Vestra, haldinn þann 14. Apríl 2024, kl 13:00.

Fundarstaður: Efsta hæð í Neista (Skrifstofa Háafells), gengið inn frá Hafnarstræti.

Nánar

Vestri í úrslit 2. deildarinnar

Körfubolti | 05.04.2024
1 af 2

Það var spenna í loftinu í Jakanum fyrr í kvöld enda undanúrslitaviðureign í vændum. 

Nánar

Efsta sætið tryggt

Körfubolti | 25.03.2024

Það var til mikils að vinna fyrir Körfuknattleiksdeild Vestra í dag. Með sigri í leik dagsins við KV þá myndi Vestri færast upp í fyrsta sætið og ljúka deildakeppninni á toppi 2. deildar.

Nánar

Páskaeggjamót Góu og Vestra

Körfubolti | 21.03.2024

Hið árlega páskaeggjamót Vestra og  Góu í körfubolta fer fram venju samkvæmt á skírdag.

Nánar

Allyson Caggio tekur við framkvæmdastjórnun körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 30.10.2023

KKD Vestra hefur náð samkomulagi við Allyson Caggio um að taka að sér framkvæmdastjórnun körfuknattleiksdeildar fyrir tímabilið 2023/24.

Nánar

Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla í vetur

Körfubolti | 26.10.2023

Fyrsti heimaleikur í deildarkeppni hjá meistaraflokki karla er á föstudaginn kl. 19:00 á Torfnesi þegar strákarnir mæta KR b.

Nánar

Vestri mætir Val í VÍS bikarnum

Körfubolti | 19.10.2023

Í fyrsta heimaleik tímabilsins mætir meistaraflokkur Vestra úrvalsdeildarliði Vals í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins.

Nánar

Ísafjarðartröllið snýr heim!

Körfubolti | 20.08.2023

KKD Vestra hefur samið við Sigurð Gunnar Þorsteinsson um að leika með liðinu á næsta ári.

Nánar

Jonathan Braeger aftur til Vestra

Körfubolti | 18.07.2023

KKD Vestra hefur samið aftur við Jonathan Braeger fyrir komandi tímabil. Hann mun einnig þjálfa 12. flokk karla auk þess að koma að annarri þjálfun yngri flokka félagsins.

Nánar