Hið árlega páskaeggjamót Vestra og Góu í körfubolta fer fram venju samkvæmt á skírdag. Hefst það kl. 10.30.
Yngri iðkendur hefja leik kl. 10.30 en fullorðnir kl. 12.00. Keppendur hvattir til að mæta tímanlega.
Þátttökugjaldið það sama og mörg undanfarin ár eða
kr. 1000 á mann í elstu flokkum
kr. 500 í yngri flokkum
kr. 0 fyrir iðkendur 16 ára og yngri hjá Kkd. Vestra
Frjáls framlög alltaf vel þegin til styrktar starfinu
Páskaeggjamót Góu og Vestra
Stefnt er að keppni í eftirfarandi flokkum
16 ára og eldri karla
16 ára og eldri kvenna
13-15 ára drengir
13-15 ára stúlkur
11-12 ára drengir(minnibolti, 5. og 6. bekkur)
11-12 ára stúlkur(minnibolti, 5. og 6. bekkur)
8 - 10 ára , (3. og 4. bekkur)
Ekki opið fyrir 2. bekk og yngri sökum fjöldatakmarkana.
Heimilt að vera með blönduð lið
Heimilt fyrir yngri en 16 að keppa í fullorðinsflokki
Reglur í mótinu:
Mótstjórn hefur óskorað vald til breytinga á flokkum, fer eftir skráningum hvernig endanleg skipting verður. Skráning fer fram á mótsstað.
Í elsta flokki er óheimilt að manna lið 2 meistaraflokksmönnum, meistaraflokksmaður telst sá sem spilaði meira en 40 mínútur samtals með liði sínu í 2.deild og ofar skv. tölfræðisíðu KKÍ í vetur.
Spilað í 5 mínútur, sóknin dæmir. Lið skiptast á að vera í sókn(ekki make it take it). Verði lið jöfn í leikslok þá ráðast úrslit í vítakeppni.
Vítakeppni fer þannig fram að einn fultrúi úr hvoru liði tekur víti. Ef jafnt eftir fyrstu umferð þá er komið að næsta leikmanni. Ef lið inniheldur 3 leikmenn þá er komið að honum, svo koll af kolli þar til úrslit fást.
Gleðilega Páska og áfram Vestri
NánarFundarboð : Aðalfundur KKD Vestra, haldinn þann 14. Apríl 2024, kl 13:00.
Fundarstaður: Efsta hæð í Neista (Skrifstofa Háafells), gengið inn frá Hafnarstræti.
NánarÞað var spenna í loftinu í Jakanum fyrr í kvöld enda undanúrslitaviðureign í vændum.
NánarÞað var til mikils að vinna fyrir Körfuknattleiksdeild Vestra í dag. Með sigri í leik dagsins við KV þá myndi Vestri færast upp í fyrsta sætið og ljúka deildakeppninni á toppi 2. deildar.
NánarHið árlega páskaeggjamót Vestra og Góu í körfubolta fer fram venju samkvæmt á skírdag.
NánarKKD Vestra hefur náð samkomulagi við Allyson Caggio um að taka að sér framkvæmdastjórnun körfuknattleiksdeildar fyrir tímabilið 2023/24.
NánarFyrsti heimaleikur í deildarkeppni hjá meistaraflokki karla er á föstudaginn kl. 19:00 á Torfnesi þegar strákarnir mæta KR b.
NánarÍ fyrsta heimaleik tímabilsins mætir meistaraflokkur Vestra úrvalsdeildarliði Vals í 32 liða úrslitum VÍS bikarsins.
NánarKKD Vestra hefur samið við Sigurð Gunnar Þorsteinsson um að leika með liðinu á næsta ári.
NánarKKD Vestra hefur samið aftur við Jonathan Braeger fyrir komandi tímabil. Hann mun einnig þjálfa 12. flokk karla auk þess að koma að annarri þjálfun yngri flokka félagsins.
Nánar