Fréttir - Körfubolti

Páskaeggjamót Vestra og Góu

Körfubolti | 08.04.2022

Hið árlega páskaeggjamót Vestra og Góu  í körfubolta fer fram venju samkvæmt á Skírdag.

Yngri iðkendur hefja leik kl. 10.30 en fullorðnir kl. 12.00.

 

Nánar

Fimm úr Vestra í æfingahópum U-20 landsliða

Körfubolti | 06.04.2022

Fimm leikmenn meistaraflokka körfuknattleiksdeildar Vestra hafa verið valdir í æfingahópa U-20 landsliðs Íslands. Arnaldur Grímsson, Hera Magnea Kristjánsdóttir, Hilmir Hallgrímsson, Hugi Hallgrímsson og Sara Emily Newman. Það er ánægjulegt að sjá þessa efnilegu leikmenn uppskera á þennan hátt nú þegar tímabilinu er lokið en öll hafa þau tekið miklum framförum og fengið alvöru hlutverk á stóra sviðinu.

Nánar

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar 2022

Körfubolti | 05.04.2022

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2022 verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf, samkvæmt reglugerð fyrir körfuknattleiksdeild Vestra.

Nánar

Íslandsmeistarar Þórs mæta á Jakann!

Körfubolti | 31.01.2022

Vestri tekur á móti Íslandsmeisturum Þórs mánudaginn 31. janúar, kl. 19:15. Áhorfendur eru aftur leyfðir á íþróttaviðburðum!

Nánar

Styrkur til Vestra veitir skattaafslátt

Körfubolti | 19.01.2022

Körfuknattleikdeild Vestra er skráð á Almannaheillaskrá Skattsins og geta framlög 10.000 krónur og hærri veitt einstaklingum skattaafslátt.

Nánar

Orkubúið áfram bakhjarl körfunnar

Körfubolti | 29.12.2021
Elías Jónatansson, Orkubússtjóri og Ingi Björn Guðnason, ritari Körfuknattleiksdeildar Vestra við undirritun samningsins.
Elías Jónatansson, Orkubússtjóri og Ingi Björn Guðnason, ritari Körfuknattleiksdeildar Vestra við undirritun samningsins.

Á milli hátíðanna endurnýjuðu Orkubú Vestfjarða og Körfuknattleiksdeild Vestra samstarfssamning sinn. Orkubúið hefur um árabil verið meðal helstu bakhjarla körfunnar á Ísafirði og er afar ánægjulegt að þetta góða samstarf haldi áfram.

 

Nánar

Vestri mætir Stjörnunni í Subwaydeild karla

Körfubolti | 16.12.2021

Vestri mætir Stjörnunni í Subwaydeild karla á heimavelli föstudagskvöldið 17. desember kl. 18:15. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkar menn sem þurfa á sigri að halda til að hýfa sig upp töfluna.

Nánar

Sterkur sigur á toppliði Grindavíkur

Körfubolti | 18.11.2021
Nemanja Knezevic var atkvæða mikill í kvöld.
Nemanja Knezevic var atkvæða mikill í kvöld.

Vestramenn unnu sterkan sigur á toppliði Grindavíkur í kvöld í Subwaydeildinni. Þetta er annar sigur Vestra á tímabilinu en Grindvíkingar höfðu fyrir leikinn unnið alla leiki sína nema einn.

Nánar

Vestri mætir Þór í kvöld ÍR á laugardag

Körfubolti | 22.10.2021
1 af 2

Í kvöld, föstudaginn 22. október, klukkan 18:15 fer fram annar heimaleikur meistaraflokks karla í úrvalsdeildinni í vetur þegar strákarnir mæta Þór frá Akureyri. Meistaraflokkur kvenna á einnig heimaleik á laugardag þegar liðið mætir ÍR kl. 14:00.

Nánar

Tvíframlengdur naglbítur gegn Keflavík

Körfubolti | 07.10.2021

Fyrsti leikur Vestra í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway deildinni, var gegn sterku liði Keflavíkur, í kvöld á heimavelli í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Leikurinn var frábær skemmtun, tvíframlengudur en endaði með naumu tapi 99-101.

Nánar