Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2022 verður haldinn þriðjudaginn 12. apríl. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf, samkvæmt reglugerð fyrir körfuknattleiksdeild Vestra.
NánarVestri tekur á móti Íslandsmeisturum Þórs mánudaginn 31. janúar, kl. 19:15. Áhorfendur eru aftur leyfðir á íþróttaviðburðum!
NánarKörfuknattleikdeild Vestra er skráð á Almannaheillaskrá Skattsins og geta framlög 10.000 krónur og hærri veitt einstaklingum skattaafslátt.
NánarÁ milli hátíðanna endurnýjuðu Orkubú Vestfjarða og Körfuknattleiksdeild Vestra samstarfssamning sinn. Orkubúið hefur um árabil verið meðal helstu bakhjarla körfunnar á Ísafirði og er afar ánægjulegt að þetta góða samstarf haldi áfram.
Nánar
Vestri mætir Stjörnunni í Subwaydeild karla á heimavelli föstudagskvöldið 17. desember kl. 18:15. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkar menn sem þurfa á sigri að halda til að hýfa sig upp töfluna.
NánarVestramenn unnu sterkan sigur á toppliði Grindavíkur í kvöld í Subwaydeildinni. Þetta er annar sigur Vestra á tímabilinu en Grindvíkingar höfðu fyrir leikinn unnið alla leiki sína nema einn.
NánarÍ kvöld, föstudaginn 22. október, klukkan 18:15 fer fram annar heimaleikur meistaraflokks karla í úrvalsdeildinni í vetur þegar strákarnir mæta Þór frá Akureyri. Meistaraflokkur kvenna á einnig heimaleik á laugardag þegar liðið mætir ÍR kl. 14:00.
NánarFyrsti leikur Vestra í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, Subway deildinni, var gegn sterku liði Keflavíkur, í kvöld á heimavelli í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði. Leikurinn var frábær skemmtun, tvíframlengudur en endaði með naumu tapi 99-101.
NánarÁ dögunum skrifaði hópur ungra og efnilegra leikmanna undir samning við Körfuknattleiksdeild Vestra. Þetta eru þær Hera Magnea Kristjánsdóttir, Gréta Hjaltadóttir, Lisbeth Inga Kristófersdóttir, Sara Emily Newman, Snæfríður Lillý Árnadóttir og Sigrún Camilla Halldórsdóttir.
NánarÁ öðrum aukaaðalfundi Körfuknattleiksdeildar Vestra sem haldinn var þann 11. september síðastliðin var ný stjórn deildarinnar kjörin.
Nánar