Körfubolti | 11.06.2009
Bergþór og Jón Kristinn "sporðrenna" ostborgurum.
Lúlú bauð upp á ostborgara með frönskum í hádeginu í dag. Venjulega væri það ekki í frásögur færandi, en rétt er að upplýsa lesendur kfí síðunnar um það, að krakkarnir í búðunum hafa einhverra hluta vegna fengið það á tilfinninguna síðustu þrjá daga, að hamborgarar séu næst á matseðlinum. Ekki hefur fengist fullkomlega upplýst hver ber mesta ábyrgð á því...en ónefndur rafvirkjameistari hefur fengið stöðu grunaðs manns í því máli.
Nánar
Körfubolti | 11.06.2009
Sigurður Þorsteinsson, Borce Ilievski og Sara Pálmadóttir.
Sara Pálmadóttir kom í heimsókn í æfingabúðirnar í gærkveldi og aftur á morgunæfingu. Óþarft er að kynna Söru á Ísafirði en hún er uppalin hér en er nú leikmaður í frábæru liði meistaraflokks Hauka í Hafnarfirði.
Henni líst vel á krakkana og æfingarnar. Það er frábært að fá Söru í heimsókn og hún er góð fyrirmynd stúlknanna. KFÍ óskar henni alls hins besta.
Nánar
Körfubolti | 11.06.2009
Eysteinn, Andrés, Hörður og Kristleifur.
"Búðirnar eru klárlega þess virði að keyra þennan spotta (860 km x2, innskot kfí). Þeir sem ekki sáu sér það fært eru að missa miklu!"
Kristleifur Andrésson, Egilsstöðum.
Nánar
Körfubolti | 11.06.2009
Áhorfendastæðin á svölunum eru vel mönnuð.
Foreldrar og aðstandendur hafa fjölmennt til þess að fylgjast með krökkunum á æfingum. Rétt er að taka það fram að þeir og aðrir gestir, eru velkomnir á svalirnar en taka þarf tillit til æfinganna og hafa hljóð þar eins og á bókasafni. Einngi má benda á kaffibar KFÍ sem er opinn og býður öllum upp á hressingu. Góð stemning á Jakanum!
Nánar
Körfubolti | 10.06.2009
Þrekæfingar 1
Þrekæfingar 2
Þrekæfingar 3
Megin tilgangur æfingabúða af þessu tagi er að leggja áherslu á tækni og herkænsku af ýmsu tagi. Þrátt fyrir það má ekki gleyma líkamlegu atgervi og því var mikill fengur að því að fá hann Jón Oddsson afreksmann og þjálfara, til þess að leiðbeina öllum þátttakendum um grundvallar atriði þrek- og kraftþjálfunar.
Nánar
Körfubolti | 10.06.2009
Auður Rafnsdóttir
"Þvílík upplifun! Vel skipulagt og frábærir þjálfarar. Allt til fyrirmyndar. Ótrúlegt að enginn á Íslandi hafi framkvæmt þetta fyrr en nú. Ekki spurning að við fjölmennum hingað að ári."
Auður Rafnsdóttir, Stykkishómi.
Fjölmiðlafulltrúi KFÍ tók Auði Rafnsdóttur í stutt spjall, en hún kom hingað með honum Hlyni Hreinssyni. Einnig með þeim í för eru þeir Þorbergur Helgi Sæþórsson og Vignir Þór Ásgeirsson. Snæfell á svo sannarlega góða sendiherra á körfuboltavellinum í þeim þremenningum.
KFÍ þakkar hlý orð og óskar Auði góðrar ferðar heim en hún mun ætla að leggja af stað síðdegis í dag. Hún er reyndar nú þegar búin að fresta heimför a.m.k. einu sinni og hver veit nema hún dvelji lengur?
Nánar
Körfubolti | 10.06.2009
Hákon, Sigmundur, Atli, Kormákur (sá með íspokann við hnéð), Gautur og Tómas.
Í gær var útskrift Grunnskólans á Ísafirði. Skemmst er frá því að segja að fulltrúar KFÍ á staðnum voru 6 og stóðu sig allir með prýði í skólanum, enda var uppskeran í samræmi við það (...alveg eins og í íþróttunum!).
Vert er að minnast á það að Atli Þór Gunnarsson hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í
verk- og listgreinum. Sigmundur R. Helgason hlaut verðlaun fyrir hæstu meðaleinkunn (9.7)!!, auk þess sem hann fékk viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í stærðfræði og ensku. Auk þeirra tveggja voru að útskrifast þarna þeir: Andri Már Einarsson, Gautur Arnar Guðjónsson, Hákon Vilhjálmsson, Kormákur Viðarsson og Tómas Ari Gíslason. KFÍ er stolt af þessum sómapiltum og óskar þeim öllum til hamingju, og alls hins besta í framtíðinni!
Nánar
Körfubolti | 10.06.2009
Gunnar, Julia, Sigvaldi og Sigurkarl.
Það eiga fjórir af krökkunum afmæli á meðan á búðunum stendur. Það eru þau Sigurkarl Jóhannesson (ÍR), Sigvaldi Eggertsson (KR), Gunnar Ólafsson (Fjölni), Julia Lane Figuroa Sicat (UMFG). Eftir hádegismatinn í dag var afmælissöngurinn sunginn. Krakkarnir fengu svo dýrindis afmæliskökku í eftirrétt sem kláraðist á augabragði.
Nú er hvíld og hefst dagskráin aftur í dag kl. 15:00 með fyrirlestri um m.a. kraftþjálfun/íþróttagrunn og sýnikennslu Jóns Oddssonar.
Nánar
Körfubolti | 10.06.2009
Óðinn Páll og Þórarinn við Pollinn á Ísafirði.
Fulltrúar Vesturbæjar Reykjavíkur og KR í búðunum eru þeir Óðinn Páll Ríkharðsson og Þórarinn Þórðarson. Strákarnir voru hressir þegar þeir voru teknir tali í morgun. Vildu skiljanlega ekki láta taka af sér myndir fyrr en þeir væru komnir í KR búninginn.
Þér sendu frá sér eftirfarandi yfirlýsingu:
"Ég á ekki til orð til þess að lýsa tilfinningum mínum á þessari stundu. Nei, svona í alvöru þá er rugl skemmtilegt í körfubolta á Ísafirði. Góður hópur, góðir þjálfarar og góðar æfingar. Komum vonandi aftur næsta ár."
Nánar
Körfubolti | 10.06.2009
Það voru hjartnæmir endurfundir þegar eldri strákarnir mættu á seinni æfinguna í gær!
Pistillinn er hálfum sólarhring of seinn og biðjumst við forláts. Allt gekk skv. áætlun í gær og æfingar fóru vel fram. Eldri strákarni fóru í n.k. eltingarleik sem þeim þótti helst til nýstárlegur, en höfðu þó gaman að. Um kvöldið var enn farið í þrautabrautina (Polygonal) og nú var tímataka sem gilti í keppni einstaklinga. Einnig var farið í vítakeppni.
Nánar