Þrír flokkar hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra fóru í æfingaferð á höfuðborgarsvæðið um sl helgi. Um var að ræða 4. flokk stúlkna og 5. flokk drengja og stúlkna.
Æft var og spilaðir æfingaleikir á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi. Samstarf Vestra og Breiðabliks hefur verið alveg einstakt um árabil og var þessi ferð hluti af því samstarfi. Þökkum við Blikum kærlega fyrir öll liðlegheit í okkar garð.
Í ferðinni fengu iðkendur einnig fyrirlestra og einnig voru haldnir ýmsir liðsfundir.
Hópurinn gisti og snæddi á Hótel Cabin og um allan akstur sáu West Travel.
Er þetta í þriðja skipti á tæpu ári sem samskonar ferð er farin með lið frá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra. Svipað skipulag hefur verið í öll skiptin og hafa West Travel séð um allan akstur og kunnum við þeim og Adrian bílsstjóra okkar bestu þakkir fyrir frábært samstarf.
ÁFRAM VESTRI
Deila