Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV.
Samkvæmt reglugerð Afrekssjóðs HSV er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega íþróttamenn með því að gera eins árs samning við viðkomandi (8. grein) og mun sá samningur gilda fyrir árið 2025.
Einnig er heimilt að úthluta einstaka styrkjum til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til samnings (9. grein) og eru þeir styrkir veittir á grundvelli landsliðsverkefna á árinu 2024.
3. grein Eingöngu iðkendur aðildarfélaga HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.
8. grein Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi.
9. grein Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.
Umsóknarferlið er eins hvort sem sótt er um að gera samning eða fá einstaka styrki, umsækjandi merkir við hvoru hann sækist eftir.
Umsækjandi sem óskar eftir samningi en fær ekki, mun sjálfkrafa færast yfir í hóp þeirra sem sækja um einstaka styrki.
Umsóknarferlið fer fram í gengum umsóknarform afrekssjóðs HSV.
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2025
NánarSíðasti æfingadagur yngri flokka knattspyrnudeildar Vestra verður sunnudagurinn 15. desember nk.
Fyrsti æfingadagur á nýju ári verður mánudagurinn 06. janúar.
ÁFRAM VESTRI
NánarEins og hefur trúlega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með barna og unglingastarfi knattspyrnudeildar Vestra þá er mikið um að vera í leikja og mótahaldi hjá mörgum af okkar flokkum.
Nú um síðastliðnu helgi voru iðkendur í 6.-7. flokki sem eru börn í 1.-4. bekk á tveimur knattspyrnumótum á höfuðborgarsvæðinu.
Annarsvegar tóku 6. flokkar drengja og stúlkna þátt í Jólamóti KIA og Fram í Egilshöll í Reykjavík, og hinsvegar 7. flokkar drengja og stúlkna í KidsCoolmóti Breiðabliks sem fram fór í Fífunni í Kópavogi.
Samtals tóku 5 lið frá Vestra þátt í þessum mótum hvar drengirnir í 6. flokki voru með tvö lið.
Þess má geta að 3 iðkendur úr 8. flokki tóku þátt með 7. flokki og var yngsti þáttakandinn 4 ára :)
Allir okkar krakkar eru sannarlega dugleg að æfa og hafa gríðarlega mikinn áhuga á fótbolta og er framtíðin björt.
Foreldrar iðkenda hjá knattspyrnudeild Vestra er sannarlega duglegur og virkur hópur og m.a. vegna þessa er mögulegt að bjóða börnunum upp á knattspyrnumót á þessum árstíma.
ÁFRAM VESTRI
NánarUm helgina fóru 3. flokkur stúlkna og 4. flokkur drengja í æfinga og keppnisferð í Kópavog.
Er þetta í annað skipti á þessu ári sem flokkar frá Vestra fara í slíkar ferðir og eru þær í samstarfi við knattspyrnudeild Breiðabliks. Allar æfingar, fyrirlestrar og æfingaleikir fara fram á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi. Við höfum verið virkilega ánægð með samstarf okkar við knattspyrnudeild Breiðabliks í gegnum tíðina og vonum innilega að það haldi áfram.
Haldið var eldsnemma af stað á föstudagsmorgni og komið heim aftur á sunnudagskvöld(í gær).
Í ferðinni spiluðu bæði lið tvo leiki við lið frá Breiðablik. Það var ein hefðbundin æfing auk liðleikaæfinga, fyrirlestra og heimsóknar í höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Íslands hvar Dagur starfsmaður sambandsins kynnti fyrir leikmönnum starfsemina og húsakynnin.
Ætlunin er að fara í 2 æfinga og keppnisferðir á ári með elstu yngri flokkana og þá í þeim mánuðum sem ekki eru Íslandsmót og að öllu jöfnu fært á milli staða.
ÁFRAM VESTRI
NánarÞað verður mikið um að vera í yngri flokkum knattspyrnudeildar um helgina.
Það verða einir 6 flokkar að spila á höfuðborgarsvæðinu. 3. flokkur stúlkna og 4. flokkur drengja halda í fyrramálið suður í æfingaferð hvar verður æft og spilaðir æfingaleikir á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi.
Vestri og Breiðablik hafa átt í farsælu og góðu samstarfi undanfarin ár og er þessi ferð liður í því. Stefnt er að því að elstu flokkarnir fari allt að tvisvar á ári í slíkar ferðir og þá í þeim mánuðum þegar ekki eru leikir í Íslandsmótinu.
6. & 7. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í sitthvoru mótinu um helgina.
6. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í Jólamóti KIA og Fram í Egilshöll og 7. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í KidsCoolshopmóti Breiðabliks í Fífunni.
ÁFRAM VESTRI
NánarElísa Viðarsdóttir næringarfræðingur og knattspyrnukona hélt fyrirlestur í gærkvöldi fyrir fullum sal af ungmennum og foreldrum þeirra.
Fræðsla Elísu um tengingar og gildi góðrar næringar við jákvæða frammistöðu í námi, íþróttum og í hinu daglega lífi var virkilega vel tekið og var ljóst á viðstöddum að upplýsingarnar munu koma sér að góðum notum.
ÁFRAM VESTRI
NánarElísa Viðarsdóttir fyrrverandi landsliðskona í knattspyrnu og næringarfræðingur verður með fyrirlestur í vallarhúsinu á Torfnesi fyrir leikmenn og foreldra í 2.-4. flokki í kvöld kl. 20.30.
Elísa er með BSc gráðu í Næringarfræði og MSc gráðu í næringar- og matvælafræði auk þess gaf hún út bókina Næringin skapar meistarann árið 2021. Elísa hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hún hefur spilað fjöldann allan af landsleikjum fyrir Íslands hönd ásamt því að hafa spilað erlendis og verið fyrirliði í Íslandsmeistaraliði Vals.
Elísa hefur mikla reynslu á sviði næringar. Elísa hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir eintaklinga, fyrirtæki og íþróttafélög. Elísa brennur fyrir að hjálpa fólki að ná tökum á næringunni með heilbrigðum hætti.
Lúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið Albert Inga Jóhannsson leikmann Vestra til úrtaksæfinga dagana 26. – 28. nóvember nk.
Albert Ingi er vel að þessu kominn og óskum við honum til hamingju með valið :)
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Foreldrafundir fyrir foreldra barna í 4.-8. flokk verða 11. og 12. nóvember nk.
Fundir fyrir foreldra ungmenna í 3. flokki verða svo eftir áramót.
Dagskrá fundanna eru keppnis og æfingaferðir ásamt æfingaáætlun, kynning á þjálfurum og fleira.
Við hvetjum alla foreldra til að fjölmenna.
ÁFRAM VESTRI
Nánar