Í gær mánudag fengum við góðan gest í vallarhúsið á Torfnesi þegar Fannar Helgi Rúnarsson leyfisstjóri KSÍ heiðraði okkur með nærveru sinni. Fannar Helgi hélt tvö fræðsluerindi, annarsvegar fyrir leikmenn og þjálfara í 2.-3. flokki kk og kvk, og hinsvegar fyrir leikmenn og þjálfara í meistaraflokkum kk og kvk.
Um var að ræða fræðslu er tók á ýmsum þáttum eins veðmálastarfsemi í íþróttum, heilindum, og umgengni við samfélagsmiðla o.frv.
Fræðslan innihélt m.a. gögn frá UEFA(evrópska knattspyrnusambandinu) og hefur verið haldin fyrir yngri landslið KSÍ.
Vestri er fyrsta félagið sem fær slíka fræðslu til sín og telur knattspyrnudeild Vestra afar mikilvægt að standa vel að fræðslu fyrir sína leikmenn og þjálfara. Fleiri erindi eru á leiðinni sem munu aðeins efla faglegt starf knattspyrnudeildarinnar.
ÁFRAM VESTRI
NánarÍ gær tók 6. flokkur drengja þátt í "Margt Smátt" mótinu á Akranesi.
Drengirnir stóðu sig virkilega vel og sáust oft á tíðum flott tilþrif.
Meiningin er að fara með 6.-7. flokk stúlkna og 7. flokk drengja á samskonar mót á Akranesi á næstu misserum.
Fyrirhuguð er svo æfingaferð fyrir 4.-5. flokk stúlkna og 5. flokk drengja í mars.
Við höfum verið heppin með veður síðustu vikuna og því nánast allar æfingar yngri flokka verið á gervigrasvellinum á Torfnesi.
Í dag fáum við svo góðan gest til okkar hvar Fannar Helgi Rúnarsson leyfisstjóri KSÍ mun halda fyrirlestur um "Heilindamál" fyrir 2.-3. flokk (drengja og stúlkna), meistaraflokka(kk og kvk) sem og alla þjálfara knattspyrnudeildar Vestra.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Vetrarfrí verður á æfingum yngri flokka hjá knattspyrnudeild Vestra frá 20.-24. febrúar nk.
Síðasti æfingadagur fyrir vetrarfrí er því miðvikudagurinn 19. febrúar og fyrsti æfingadagur eftir vetrarfrí er þriðjudagurinn 25. febrúar.
ÁFRAM VESTRI
NánarLúðvík Gunnarsson, landsliðsþjálfari U16 karla, hefur valið Albert Inga Jóhannsson í úrtakshóp U16 karla og mun hópurinn hittast um miðjan febrúar hvar æft verður og spilaður æfingaleikur.
Við óskum Alberti Inga til hamingju.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Albert Ingi Jóhannsson leikmaður Vestra mun í vikunni fara til danska stórliðsins Bröndby og æfa í knattspyrnuakademíu félagins.
Albert Ingi er fæddur 2009 og hefur verið í æfingahóp meistaraflokks karla hjá Vestra frá því í haust. Á dögunum lék hann sína fyrstu leiki með meistaraflokki Vestra gegn FH og Stjörnunni.
Bröndby er eitt allra stærsta félag Danmerkur og þar með Norðurlanda. Margar af skærustu knattspyrnustjörnum danskrar knattspyrnusögu hafa leikið með Bröndby og má þar nefna bræðurna Michael og Brian Laudrup og markmanninn Peter Schmeichel.
Það er mikill metnaður í yngri flokka starfi knattspyrnudeildar Vestra. Æfingar fara fram á mörgum stöðum hér á svæðinu. 2.-4. flokkur kk og kvk æfir eingöngu á gervigrasvellinum á Torfnesi. 5.-8. flokkur kk og kvk æfa í íþróttahúsunum í Bolungarvík, Torfnesi og Austurvegi. Leikmenn í 2.-4. flokki eru einnig í styrktarþjálfun einu sinni í viku og fara þær æfingar fram í Stöðinni - Heilsurækt. Þegar aðstæður eru þannig að ekki er hægt að æfa á gervigrasvellinum á Torfnesi t.d. vegna klaka þá hafa þessir flokkar ekki tök á að fara inn í íþróttahúsin. Efri hæðin í vallarhúsinu á Torfnesi hefur þá oft verið nýtt í allskonar liðleika og styrkleikaæfingar. Einnig hafa leikmenn í þessum flokkum æft í sundlaugunum auk fleirri æfinga í Stöðinni Heilsurækt.
Framtíðin er björt hjá knattspyrnudeildinni, mikill metnaður er bæði hjá iðkendum og öðrum sem að félaginu standa. Síðasta ár hefur mikið verið unnið með ýmsa þætti líkt og hugarfar leikmanna og þjálfara. Ekki síður höfum við unnið að því að setja upp heildrænt æfingaplan sem byrjar í yngstu flokkunum og nær alla leið upp í meistaraflokkana. Aðstöðumálin eru enn mikil áskorun fyrir félagið yfir vetrartímann. Þrátt fyrir miklar endurbætur og uppbyggingu á svæðinu. Vetrar aðstaðan er ennþá nokkuð þung þegar veður og vindar eru okkur ekki í hag. Við bindum miklar vonir við að áfram verði farið í fjárfestingar á svæðinu til að gera íþróttinni kleift að æfa við góðar aðstæður allan ársins hring.
ÁFRAM VESTRI
Nánar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Afrekssjóð HSV.
Samkvæmt reglugerð Afrekssjóðs HSV er markmið sjóðsins að styrkja unga og efnilega íþróttamenn með því að gera eins árs samning við viðkomandi (8. grein) og mun sá samningur gilda fyrir árið 2025.
Einnig er heimilt að úthluta einstaka styrkjum til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til samnings (9. grein) og eru þeir styrkir veittir á grundvelli landsliðsverkefna á árinu 2024.
3. grein Eingöngu iðkendur aðildarfélaga HSV, sem stunda íþróttir sem viðurkenndar eru af Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands (ÍSÍ), geta sótt um styrk úr sjóðnum.
8. grein Meginmarkmið sjóðsins er að styrkja unga og efnilega íþróttamenn sem líklegir eru til að verða afreksmenn í framtíðinni. Sjóðurinn skal ná því markmiði með því að gera eins árs samning við viðkomandi.
9. grein Heimilt er að úthluta úr Afrekssjóðnum einu sinni á ári til þeirra íþróttamanna sem ekki falla undir skilyrði til langtímasamnings.
Umsóknarferlið er eins hvort sem sótt er um að gera samning eða fá einstaka styrki, umsækjandi merkir við hvoru hann sækist eftir.
Umsækjandi sem óskar eftir samningi en fær ekki, mun sjálfkrafa færast yfir í hóp þeirra sem sækja um einstaka styrki.
Umsóknarferlið fer fram í gengum umsóknarform afrekssjóðs HSV.
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2025
NánarSíðasti æfingadagur yngri flokka knattspyrnudeildar Vestra verður sunnudagurinn 15. desember nk.
Fyrsti æfingadagur á nýju ári verður mánudagurinn 06. janúar.
ÁFRAM VESTRI
NánarEins og hefur trúlega ekki farið framhjá neinum sem fylgist með barna og unglingastarfi knattspyrnudeildar Vestra þá er mikið um að vera í leikja og mótahaldi hjá mörgum af okkar flokkum.
Nú um síðastliðnu helgi voru iðkendur í 6.-7. flokki sem eru börn í 1.-4. bekk á tveimur knattspyrnumótum á höfuðborgarsvæðinu.
Annarsvegar tóku 6. flokkar drengja og stúlkna þátt í Jólamóti KIA og Fram í Egilshöll í Reykjavík, og hinsvegar 7. flokkar drengja og stúlkna í KidsCoolmóti Breiðabliks sem fram fór í Fífunni í Kópavogi.
Samtals tóku 5 lið frá Vestra þátt í þessum mótum hvar drengirnir í 6. flokki voru með tvö lið.
Þess má geta að 3 iðkendur úr 8. flokki tóku þátt með 7. flokki og var yngsti þáttakandinn 4 ára :)
Allir okkar krakkar eru sannarlega dugleg að æfa og hafa gríðarlega mikinn áhuga á fótbolta og er framtíðin björt.
Foreldrar iðkenda hjá knattspyrnudeild Vestra er sannarlega duglegur og virkur hópur og m.a. vegna þessa er mögulegt að bjóða börnunum upp á knattspyrnumót á þessum árstíma.
ÁFRAM VESTRI
NánarUm helgina fóru 3. flokkur stúlkna og 4. flokkur drengja í æfinga og keppnisferð í Kópavog.
Er þetta í annað skipti á þessu ári sem flokkar frá Vestra fara í slíkar ferðir og eru þær í samstarfi við knattspyrnudeild Breiðabliks. Allar æfingar, fyrirlestrar og æfingaleikir fara fram á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi. Við höfum verið virkilega ánægð með samstarf okkar við knattspyrnudeild Breiðabliks í gegnum tíðina og vonum innilega að það haldi áfram.
Haldið var eldsnemma af stað á föstudagsmorgni og komið heim aftur á sunnudagskvöld(í gær).
Í ferðinni spiluðu bæði lið tvo leiki við lið frá Breiðablik. Það var ein hefðbundin æfing auk liðleikaæfinga, fyrirlestra og heimsóknar í höfuðstöðvar Knattspyrnusambands Íslands hvar Dagur starfsmaður sambandsins kynnti fyrir leikmönnum starfsemina og húsakynnin.
Ætlunin er að fara í 2 æfinga og keppnisferðir á ári með elstu yngri flokkana og þá í þeim mánuðum sem ekki eru Íslandsmót og að öllu jöfnu fært á milli staða.
ÁFRAM VESTRI
Nánar