Fréttir - Knattspyrna

6.-7. flokkur drengja á TM móti Stjörnunnar

Knattspyrna | 14.04.2025
1 af 4

Drengir í 6.-7. flokki tóku þátt í TM móti Stjörnunnar í Garðabæ sem fram fór um sl helgi. Um er að ræða dagsmót og tóku alls 4 lið frá Vestra þátt í mótinu. 7. flokkur(drengir f. 2017-2018) spiluðu á laugardeginum og 6. flokkur(drengir fæddir 2015-2016) á sunnudeginum(í gær).  Öll liðin sýndu flottar frammistöður og skemmtu sér mjög vel.

26.-27. apríl fara svo stúlkurnar í 6.-7. flokki og reyndar einnig drengir og stúlkur úr 8. flokki(leikskólaaldur) á sama mót.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Páskanámskeið Vestra 14.-16. apríl

Knattspyrna | 03.04.2025

Knattspyrnudeild Vestra heldur námskeið í páskavikunni(dymbilvikunni) á Kerecisvellinum á Ísafirði.

Námskeiðið er fyrir öll börn fædd 2011-2018.  Um er að ræða námskeið með einstaklingsmiðuðum æfingum og leikæfingum í smáum hópum. Æfingarnar eru tvær á dag, 75 mín í hvert skipti, samtals 6 æfingar fyrir hvern og einn iðkanda.

ÞJÁLFUNARMARKMIÐ NÁMSKEIÐSINS

Þjálfa færni og  sköpunargleði hjá iðkendum.

Gera leikinn skemmtilegan í æfingum og í leik.

Þjálfa góðan íþróttaanda og virðingu innan og utan vallar.

Virða sigur en ekki meira en gott hugarfar og frammistöðu.

Bjóða upp á öruggt og lærdómsríkt umhverfi sem mætir best þjálfunarmakmiðunum.

 

Skráning er hafin og fer fram í Sportabler

Einnig er hægt að skrá iðkendur á námskeiðið með því að senda tölvupóst á netfangið heidarbirnir@vestri.is

Verð kr. 15.000,-

 

Yfirþjálfari verður Heiðar Birnir og munu aðrir þjálfarar koma frá knattspyrnudeild Vestra.

 

Nánar

Þrír flokkar í æfingaferð um helgina

Knattspyrna | 01.04.2025
1 af 2

Þrír flokkar hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra fóru í æfingaferð á höfuðborgarsvæðið um sl helgi.  Um var að ræða 4. flokk stúlkna og 5. flokk drengja og stúlkna.

Æft var og spilaðir æfingaleikir á æfingasvæði Breiðabliks í Kópavogi.  Samstarf Vestra og Breiðabliks hefur verið alveg einstakt um árabil og var þessi ferð hluti af því samstarfi. Þökkum við Blikum kærlega fyrir öll liðlegheit í okkar garð.

Í ferðinni fengu iðkendur einnig fyrirlestra og einnig voru haldnir ýmsir liðsfundir.

Hópurinn gisti og snæddi á Hótel Cabin og um allan akstur sáu West Travel.

Er þetta í þriðja skipti á tæpu ári sem samskonar ferð er farin með lið frá yngri flokkum knattspyrnudeildar Vestra.  Svipað skipulag hefur verið í öll skiptin og hafa West Travel séð um  allan akstur og kunnum við þeim og Adrian bílsstjóra okkar bestu þakkir fyrir frábært samstarf.

ÁFRAM VESTRI

 

Nánar

Aðalfundur knattspyrnudeildar Vestra

Knattspyrna | 26.03.2025
Miðvikudagur 9. apríl kl. 20:00
Miðvikudagur 9. apríl kl. 20:00

Knattspyrnudeild Vestra boðar til aðalfundar miðvikudaginn 09. apríl klukkan 20:00.

Fundurinn verður haldinn á annarri hæð í Vallarhúsinu á Torfnesi og á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins.

Allt áhugafólk um knattspyrnu á svæðinu er að sjálfsögðu hvatt til að mæta.

Framboðsfrestur til stjórnar rennur út á miðnætti 02. apríl, framboðum skal skila til formanns félagsins, Svavar Þór Guðmundssonar á svavarthor@gmail.com

Nánar

Frístundastyrkur upp í æfingargjöld

Knattspyrna | 21.03.2025

Bæjarstjórn samþykkti á dögunum að taka upp frístundastyrk fyrir börn í 5.–10. bekk í grunnskóla, sem eru með lögheimili í Ísafjarðarbæ.

Foreldrar eiga því að geta farið inn á Abler þegar greiða á æfingargjöld og valið að ráðstafa frístundastyrk Ísafjarðarbæjar upp í gjöldin.

Markmið styrksins er að tryggja jöfnuð, auka fjölbreytni í íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og styðja við þroska barna og unglinga. Einnig að hvetja til meiri hreyfingar, félagslegra samskipta og hjálpa til við að koma í veg fyrir að börn og unglingar hætti í tómstundum.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Hæfileikamótun N1 og KSÍ í heimsókn í síðustu viku

Knattspyrna | 17.03.2025
Margrét Magnúsdóttir og Ómar Ingi Guðmundsson
Margrét Magnúsdóttir og Ómar Ingi Guðmundsson
1 af 4

Í síðustu viku komu í heimsókn á æfingasvæði knattspyrnudeildar Vestra á Torfnesi sannarlega góðir gestir.

Það voru þau Margrét Magnúsdóttir og Ómar Ingi Guðmundsson yfirmenn í Hæfileikamótun N1 og KSÍ.

Héldu þau fyrirlestur og æfingu fyrir 34 leikmenn f. 2010,2011 og 2012.  Fyrir utan að koma frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað voru einnig leikmenn frá Hólmavík, Drangsnesi, Súðavík og Patreksfirði. Allt leikmenn Vestra.

Ráðgert er að heimsókn Hæfileikamótunar N1 og KSÍ verði héðan í frá árlegur viðburður og er það sannarlega vel.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Freyja Rún valin í Hæfileikamót N1 og KSÍ dagana 26.-28. mars

Knattspyrna | 14.03.2025

Margrét Magnúsdóttir yfirmaður í Hæfileikamótun N1 og KSÍ, hefur valið Freyju Rún Atladóttur leikmann Vestra til þátttöku í Hæfileikamóti sem fram fer í knattspyrnuhúsinu Miðgarði í Garðabæ dagana 26.-28. mars nk.

Við óskum Freyju Rún(fædd 2011) innilega til hamingju með valið, og er hún sannarlega vel að þessu komin.

ÁFRAM VESTRI 

 

Nánar

Catapult GPS vesti til sölu

Knattspyrna | 13.03.2025

Við kynnum með stolti samstarf okkar við Catapult á Íslandi.

Catapult GPS vesti eru komin í sölu og mælum við með þeim fyrir alla metnaðarfulla leikmenn í 4.flokk og eldri.

Við pöntunum tekur Heiðar Birnir á netfanginu heidarbirnir@vestri.is 

Einnig veitir hann frekari upplýsingar.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

International Camp á Kerecisvellinum 03.-05. júní

Knattspyrna | 11.03.2025
Martin Campbel og Mark Tinkler
Martin Campbel og Mark Tinkler
1 af 2

International Camp eða Alþjóðlegu knattspyrnubúðirnar eru fyrir öll börn fædd 2011-2018.

Tveir erlendir þjálfarar frá Middlesbrough FC verða aðalþjálfarar í knattspyrnubúðunum, en það eru þeir Martin Campbell og Mark Tinkler.

Martin Cambell er „Head Of Player Recruitment“ hjá knattspyrnuakademíu félagsins og hefur yfirumsjón yfir þeim ungu leikmönnum sem eru fengnir til liðs við Middlesbrough FC.

Mark Tinkler er aðalþjálfari U-21 karlaliðs félagsins. Þess má geta að Mark átti flottan feril sem leikmaður og lék m.a. með Leeds Utd í ensku úrvalsdeildinni. Mark var á sínum tíma fyrirliði U-18 ára landsliðs Englands en í liðinu var m.a. David Beckham. Þegar Micahel Carrick fyrrum leikmaður Man Utd, Tottenham og West Ham gerðist knattspyrnustjóri Middlesbrough FC bað hann Mark sérstaklega um að vera aðstoðarstjóra sinn um hríð.

Báðir þjálfararnir hafa gríðarlega mikla þekkingu og reynslu og njóta mikillar virðingar í boltanum.

Skólastjóri verður Heiðar Birnir.  

Allir aðrir þjálfarar koma frá Vestra.

Allir iðkendur fá treyju frá JAKO.

Hressing verður í boði fyrir iðkendur alla dagana.

Skráning er hafin og fer hún fram  hér

Allar frekari upplýsingar veitir Heiðar Birnir yfirþjálfari hjá Vestra á netfanginu heidarbirnir@vestri.is

Nánar

6.flokkur stúlkna á Goðamótinu um helgina

Knattspyrna | 03.03.2025
1 af 2

6. flokkur stúlkna tók þátt í hinu árlega Goðamóti Þórs á Akureyri um sl helgi.

Mótið var sem fyrr haldið í knattspyrnuhúsinu Boganum. Tvö lið tóku þátt frá Vesta að þessu sinni og stóðu bæði lið sig virkilega vel.  Stúlkurnar sýndu flottar frammistöður inni á vellinum og voru til algerar fyrirmyndar innan sem utan vallar.

Nú ætla þær að halda áfram að æfa og ná frekari framförum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

14.-16. mars nk munu svo drengirnir í 6. flokki halda til Akureyrar og taka þátt í sama móti.

Helgina 28.-30. mars munu svo 4. flokkur stúlkna og 5. flokkur drengja og stúlkna halda í æfingaferð suður í Kópavog hvar æft verður og spilaðir leikir á æfingasvæði Breiðabliks.

 

ÁFRAM VESTRI

 

Nánar