Fréttir - Knattspyrna

Fótboltaval fyrir nemendur í 9.-10. bekk

Knattspyrna | 10.01.2024
1 af 2

Yngri flokkar knattpsyrnudeildar Vestra er komin í samstarf við Grunnskólann á Ísafirði er lítur að fótboltavali fyrir nemendur í 9.-10. bekk.

Nánar

Foreldrafundur á zoom mánudaginn 08. janúar.

Knattspyrna | 04.01.2024

Foreldrafundur ætlaður fyrir foreldra sem ekki búa hér á svæðinu fer fram á zoom 08. janúar nk kl. 18.30.
Á fundinum verður farið yfir æfinga og kennsluáætlun knattspyrnudeildar Vestra og verkefni flokkanna.

Fundurinn er að sjálfsögðu opinn fyrir alla.

Nánar

Gleðilegt nýtt ár - Æfingar hefjast á morgun fimmtudag 04. janúar.

Knattspyrna | 03.01.2024

Gleðilegt nýtt ár kæru vinir.

Æfingar yngri flokka hefjast á morgun fimmtudag 04. janúar.
Sú breyting er að æfingar 5.-7. flokks drengja og stúlkna verða nú eingöngu í íþróttahúsunum.
Æfingarnar eru komnar inn í Sportabler.

Hér fyrir neðan er þjálfaralistinn fyrir alla flokka:

3. flokkur drengja - Brentton Muhammad.
3. flokkur stúlkna - Heiðar Birnir.
4. flokkur drengja - Jón Hálfdán Pétursson.
4. flokkur stúlkna - Heiðar Birnir.
5. flokkur drengja - Heiðar Birnir.
5. flokkur stúlkna - Sigþór Snorrason.
6. flokkur drengja - Jón Hálfdán Pétursson.
6. flokkur stúlkna - Sigrún Betanía Kristjánsdóttir og Sólveig Amalía Atladóttir.
7. flokkur drengja - Heiðar Birnir.
7. flokkur stúlkna - Sigrún Betanía Kristjánsdóttir og Sólveig Amalía Atladóttir.
8. flokkur barna - Sigrún Betanía Kristjánsdóttir og Sólveig Amalía Atladóttir.

Aðstoðarþjálfarar: Agnes Þóra Snorradóttir og Guðmundur Halldórsson.

Markmannsþjálfari yngri flokka: Brentton Muhammad.
Styrktarþjálfari yngri flokka: Árni Heiðar Ívarsson

Nánar

Jakosport með tilboð fyrir Vestra

Knattspyrna | 09.12.2023

Jakosport er með tilboð fyrir Vestra sem gildir til föstudagsins 15. desember nk.
Afhending verður 19. desember í vallarhúsinu á Torfnesi.


ÁFRAM VESTRI!

Nánar

Meistaraflokkur kvenna hjá knattspyrnudeild Vestra

Knattspyrna | 16.11.2023
1 af 2

Vestri hefur ráðið Kristján Arnar Ingason sem þjálfara meistaraflokks Vestra í kvennaflokki.

 

Nánar

Allir Grindvíkingar velkomnir

Knattspyrna | 14.11.2023

Okkar hugur eins og örugglega allra annarra er hjá Grindvíkingum þessa dagana.

Allir Grindvíkingar eru að sjálfsögðu velkomnir endurgjaldslaust á æfingar hjá knattspyrnudeild Vestra.

 

 

Nánar

Mikkel og Grímur kveðja.

Knattspyrna | 13.11.2023
Mikkel Elbæk Jakobsen
Mikkel Elbæk Jakobsen
1 af 2

Leikmennirnir Mikkel Elbæk Jakobsen og Grímur Andri Magnússon hafa lokið störfum hjá Vestra.

Mikkel Jakobsen kom til okkar frá Leikni Reykjavík fyrir tímabilið í ár og lék alls 27 leiki og skoraði í þeim 3 mörk. Grímur Andri kom einnig til okkar fyrir nýafstaðið tímabil frá Reyni Sandgerði. Hann kom við sögu í 4 leikjum, ásamt því að skila góðu starfi við þjálfun yngri flokka félagsins.

Við þökkum Mikkel og Grím fyrir þeirra störf og óskum þeim alls hins besta í næstu verkefnum.

Nánar

Ibrahima Baldé framlengir

Knattspyrna | 07.11.2023
Ibrahima Baldé
Ibrahima Baldé

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að miðjumaðurinn Ibrahima Baldé hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning.

Baldé kom til okkar fyrir tímabilið í fyrra frá EL Palo á Spáni. Hann lék 23 leiki á nýloknu tímabili og skoraði í þeim 2 mörk.

 

Baldé sannaði sig sem öflugur leikmaður í Lengjudeildinni og verður því spennandi að sjá miðjumanninn í Bestu deildinni á næsta ári.

 

 

 

Nánar

Breytingar á hópnum

Knattspyrna | 27.10.2023
Deniz Yaldir
Deniz Yaldir
1 af 3

Leikmennirnir Deniz Yaldir og Rafael Broetto hafa báðir óskað eftir að losna undan samning við félagið. Stjórn Vestra hefur orðið að þeirri beiðni. Báðir spiluðu megnið af leikjunum í sumar og áttu stóran þátt í því að tryggja liðinu sæti í Bestu deildinni að ári. Stjórn Vestra vill þakka þeim kærlega fyrir sitt framlag og óska þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Einnig hefur Brenton Muhammed látið af störfum sem markmannsþjálfari meistaraflokks karla. Brenton er frábær karakter og hæfileikaríkur þjálfari sem hefur verið stór partur af hópnum síðastliðin 5 ár, bæði sem leikmaður og þjálfari. Við þökkum Brenton kærlega fyrir sitt framlag til klúbbsins og óskum honum velfarnaðar í framtíðinni.

Nánar

Andreas Söndergaard til Vestra

Knattspyrna | 27.10.2023
Andreas Söndergaard
Andreas Söndergaard

Vestri hefur samið við Danska markvörðurinn Andreas Söndergaard. 

Andreas sem er 22 ára gamall, var síðast samningsbundinn Swansea City á Bretlandi. Hann er uppalinn hjá OB í Danmörku, þar var hann til ársins 2018 þegar hann hélt ungur að aldri til Enska liðsins Wolves.

Andreas á að baki 21 landsleiki fyrir yngri landslið Danmerkur.

Við hlökkum mikið til sjá Andreas á vellinum og bjóðum hann innilega velkominn til Vestra!

Nánar