Það var mikið um að vera um helgina hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar.
3. flokkur drengja og 4.-5. flokkar drengja og stúlkna spiluðu í Íslandsmótinu.
8. flokkur drengja og stúlkna tóku þátt í hinu árlega Hamingjumóti Víkings í Reykjavík.
Stúlkurnar léku á laugardaginn 17. ágúst sl og drengirnir í gær 18. ágúst.
Það var mikil gleði og hamingja hjá Vestra krökkunum sem voru þarna flest að taka þátt í sinu fyrsta knattspyrnumóti.
Vetraræfingaáætlunin verður sett út í fyrramálið og tekur gildi 22. ágúst nk.
ÁFRAM VESTRI
Deila