Fréttir

6.-7. flokkur drengja á TM móti Stjörnunnar

Knattspyrna | 14.04.2025
1 af 4

Drengir í 6.-7. flokki tóku þátt í TM móti Stjörnunnar í Garðabæ sem fram fór um sl helgi. Um er að ræða dagsmót og tóku alls 4 lið frá Vestra þátt í mótinu. 7. flokkur(drengir f. 2017-2018) spiluðu á laugardeginum og 6. flokkur(drengir fæddir 2015-2016) á sunnudeginum(í gær).  Öll liðin sýndu flottar frammistöður og skemmtu sér mjög vel.

26.-27. apríl fara svo stúlkurnar í 6.-7. flokki og reyndar einnig drengir og stúlkur úr 8. flokki(leikskólaaldur) á sama mót.

ÁFRAM VESTRI

Deila