Chloe Hennigan leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Vestra hefur hafið störf í yngri flokkum félagins.
Chloe mun vera þjálfari 4. og 5. flokks stúlkna.
Það er mikið fagnaðarefni að fá Chloe til starfa enda mikil fyrirmynd fyrir yngri leikmenn.
Aðstoðarþjálfari í 4.-5. flokki stúlkna verður Unnur Hafdís Arnþórsdóttir. Unnur Hafdís er einnig leikmaður meistaraflokks kvenna hjá Vestra og hefur í sumar komið að þjálfun fjölmargra flokka og staðið sig frábærlega :)
Frekari fréttir af þjálfaramálum yngri flokka er að vænta á næstunni og verið er að vinna hörðum höndum að því að klára þau mál eins fljótt og hægt er.
ÁFRAM VESTRI
Deila