Fréttir - Knattspyrna

Málþing: Æskan á óvissutímum

Knattspyrna | 24.11.2008 Þriðjudaginn 25. nóvember næstkomandi verður haldið málþing á Ísafirði með yfirskriftina ,,Æskan á óvissutímum." Málþingið verður haldið á 4. hæð stjórnsýsluhússins og hefst kl. 16:30. Allir þeir sem láta sig velferð barna og ungmenna varða eru hvattir til að mæta. Mikilvægt er fyrir okkur að mæta og sýna áhuga svo við verðum heimsótt aftur. Dagskráin er svohljóðandi:

Setning:
Jón Páll Hreinsson, formaður HSV

Ávarp:
Halldór Halldórsson, bæjarstjóri

Tónlistaratriði

Ísland í efnahagslegu fárviðri:
Svava Jóhanna Haraldsdóttir, hagfræðingur hjá Seðlabanka Íslands

Raunveruleiki heimilanna:
Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.

Kaffi

Barnið í kreppunni:
Hulda Sólrún Guðmundsdóttir, sálfræðingur

Mikilvægi æskulýðsstarfs á óvissutímum:
Þórólfur Þórlindsson, forstjóri Lýðheilsustöðvar

Hvernig spegla ég ástandið?:
Jóhann Þorsteinsson, svæðisfulltrúi KFUM og KFUK á Norðurlandi

Fundarstjóri:
Margrét Halldórsdóttir, íþrótta- og tómstundafulltrúi Ísafjarðarbæjar

Málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis Nánar

Engar æfingar sunnudaginn 16. nóvember

Knattspyrna | 15.11.2008 Vegna körfuboltamóts falla æfingar niður sunnudaginn 16. nóvember. Nánar

Emil Pálsson kominn í 30 manna úrtak U-17 landsliðs KSÍ

Knattspyrna | 11.11.2008 Emil Pálsson leikmaður 3. flokks BÍ88 var á dögunum kallaður til æfinga með 60 manna úrtakshópi U-17 landsliðs KSÍ. Eins og þetta gefur til kynna voru 60 strákar hvaðanæfa að af landinu kvaddir til æfinga þar sem þeir voru vegnir og metnir af þjálfurum liðsins. Frammistaða Emils var slík að hann var kallaður aftur til Reykjavíkur um síðustu helgi og þá var búið að fækka í hópnum niður í 30. Eftir nokkra daga kemur síðan í ljós hverjir munu skipa U-17 landslið Íslands í komandi verkefnum en Emil ætti að vera líklegur til afreka, enda búinn að öðlast mikla reynslu í sumar. Þá spilaði hann alla leiki 2. flokks BÍ/UMFB, þó svo að hann hafi þá verið á yngra ári í 3. flokki! Um leið var hann oft á bekknum hjá meistaraflokki og lék sinn fyrsta meistaraflokksleik í sumar, þá ekki orðinn 15 ára. Það er því ljóst, og það vita allir sem fylgst hafa með fótboltanum hér fyrir vestan, að Emil er gríðarlega efnilegur og ætti sannarlega heima í U-17 landsliði okkar. Ég tel mig tala fyrir hönd allra félaga BÍ88 og annarra velunnara knattspyrnunnar þegar ég óska Emil til hamingju með þann árangur sem hann hefur náð og vona að hann eigi eftir að ná miklu lengra í náinni framtíð. Nánar

Nýja síðan komin í loftið! Loksins, loksins

Knattspyrna | 31.10.2008

Já, gott fólk, loksins hafðist þetta! Saga heimasíðugerðar Boltafélagsins er búin að vera löng, ströng og þyrnum stráð. Hún hófst í raun þegar undirritaður tók við sem formaður félagsins en þá strax varð ljóst að það styttist verulega í líftíma gömlu síðunnar. Var farið í að reyna að lappa upp á hana og endurtengja ýmsa hluta hennar en það reyndist illkleifur hamar. Þá þótti best að fá fagmenn til að vefa nýja síðu fyrir okkur en þeir sögðu sig frá verkinu eftir nokkra mánuði og hafði þá ekkert gerst allan þann tíma. Tók þá við leit að öðrum möguleikum og enduðu þeir á því að reyna heimasmíðaða lausn, ýmist í kerfinu Joomla eða þá Mambo. Gekk það ekki vel og þóttumst við því himinn höndum hafa tekið þegar HSV ákvað að semja um gerð nýrra síðna fyrir öll aðildarfélög sambandsins. Loksins var lausn í sjónmáli. En öðruvísi fór en á horfðist í fyrstu. Í ljós kom að kerfið sem keypt var, stóð ekki undir þeim kröfum sem menn gera almennt til vefsíðna í dag og sú staðreynd varð æ ljósari að ekki var hægt að lappa upp á kerfið svo að það yrði nothæft. Lausnin fannst von bráðar og sannar hið fornkveðna að ekki skuli leita langt yfir skammt. Snillingarnir hjá Snerpu, Gústi og Baldur, smíðuðu vef fyrir Héraðssambandið og þau aðildarfélög sem áhuga höfðu og er óhætt að setja okkur Boltafélagsmenn í þann hóp.

Nú er afurðin komin á koppinn; hún er ekki tilbúin að öllu leyti þó að búið sé að opna hana enda töldum við að ný síða þyldi enga bið. Sumir hlutar hennar eru því tómir en þjálfarar hafa fengið þau fyrirmæli að bæta úr því í flokkum sínum hið fyrsta.

Síðan er höfð einföld í uppbyggingu, það eru engar skoðanakannanir, línu- eða súlurit eða heimsóknamælingar í gangi heldur er einblínt á starfið og upplýsingagjöf í því sambandi. Þjálfarar eiga að sjá um upplýsingagjöf til flokka sinna gegnum síður þeirra en hver flokkur á eina síðu. Undirsíður hjá öllum flokkum eru: almennar upplýsingar um þjálfara og hvernig hægt er að ná í hann, þjálfunarmarkmið hvers flokks en þar er hægt að sjá þau atriði sem við munum leggja áherslu á í þjálfun þeirra eftir því sem þau færast upp um flokka. Þá verða birtar leikjaupplýsingar hvers flokks þegar þær eru komnar á hreint en stefnt er að því að vera með öll mót næsta árs ákveðin um áramót. Loks er hægt að sjá tengiliði flokkanna og hvernig hægt er að ná sambandi við þá.

Þarna er líka myndasafn og tenglasafn sem er að sjálfsögðu með fótboltatengdum tenglum. Ef þið rekist á einhverja áhugaverða tengla myndi okkur þykja vænt um að fá að heyra af þeim til að setja inn á síðuna okkar. Síðan „skrár og skjöl“ er frátekin fyrir þjálfarana og er því lokuð öðrum notendum.

Ágætu boltafélagar, ég óska okkur til hamingju með nýja vefinn!

Svavar Þór Guðmundsson formaður BÍ88

Nánar

Uppskeruhátíð 2008

Knattspyrna | 27.10.2008 Uppskeruhátíð Boltafélags Ísafjarðar var haldin laugardaginn 11. október sl. í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Var mæting afskaplega góð eða vel á þriðja hundrað manns sem fylgdust með verðlaunaafhendingu fyrir liðið keppnistímabil auk þess sem gestir gæddu sér á ljúffengu kaffibrauði sem foreldrar í fótboltahreyfingunni buðu hverjir öðrum. Myndir frá tímabilinu voru sýndar á stóru tjaldi hússins og vöktu hrifningu og kátínu viðstaddra enda er einbeitingin ekki alltaf fögur. Formaðurinn hélt stutta tölu um liðið fótboltaár við mikla hrifningu enda var hljóðkerfið eitthvað klikkað svo að hann hljómaði eins og niðursoðin teiknimyndafígúra. Var stjórnendum félagsins efst í huga þakklæti til krakkanna og foreldra þeirra fyrir það frábæra starf sem þau hafa unnið, krakkarnir við æfingar og keppni og foreldrarnir við undirbúning og aðstoð við rekstur félagsins og framkvæmd á öllum þeim verkum sem þarf að vinna hjá stóru félagi.
Og starfið þetta árið var viðamikið. 2., 4., 5. og 6. flokkur drengja og 2., 3. og 4. flokkur stúlkna tóku þátt í Íslandsmótum KSÍ og voru þar allir flokkar nema 6. flokkur drengja að spila í deildakeppni, þ.e. spilaðir eru heima- og útileikir með tilheyrandi ferðalögum og tilkostnaði. 4., 5., 6. og 7. flokkur stúlkna tóku síðan þátt í Pæjumóti á Siglufirði á meðan strákarnir kepptu á Króksmóti á Sauðárkróki og Sparisjóðsmótinu í Borgarnesi þar sem stelpurnar voru margar hverjar með í för og gáfu strákunum ekkert eftir. Það er því erfitt verk hjá þjálfurunum að velja þá sem skara framúr á hverju tímabili en þá eru veitt verðlaun fyrir prúðmennsku, ástundun og framfarir í hverjum flokki fyrir sig.

Verðlaunahafar voru þessir:

 

3. flokkur karla:

Prúðmennska: Þorgeir Jónsson

Ástundun: Emil Pálsson

Framfarir: Axel Sveinsson


3. flokkur kvenna:

Ástundun: Klara Dís Gunnarsdóttir

Framfarir: Margrét Regína Grétarsdóttir

Prúðmennska: Ásdís Rún Ólafsdóttir


4. flokkur karla:

Prúðmennska: Bjarni Maron Magnússon

Ástundun: Hinrik Elís Jónsson

Framfarir: Andrés Hjörvar Sigurðsson


4. flokkur kvenna:

Prúðmennska: Hildur Hálfdánardóttir

Ástundun: Margrét Helga Haraldsdóttir Ísaksen

Framfarir: Lára Margrét Gísladóttir


5. flokkur karla:

Prúðmennska: Daníel Agnar Ásgeirsson

Ástundun: Gísli Rafnsson

Framfarir: Þorbergur Haraldsson


5. flokkur kvenna:

Prúðmennska: Lovísa Ósk Halldórsdóttir

Ástundun: Sara Rut Snorradóttir

Framfarir: Rósa Överby


6. flokkur karla

Prúðmennska: Jens Ingvar Gíslason Hjalti Hermann Gíslason

Ástundun: Sigurður Hannesson Dagur Benediktsson

Framfarir: Gísli Jörgen Gíslason Friðrik Þórir Hjaltason


6. flokkur kvenna:

Prúðmennska: Natalía Kaja Fjölnisdóttir

Ástundun: Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir

Framfarir: Aldís Huld Höskuldsdóttir


7. flokkur karla:

Prúðmennska: Magnús Þórir Þorsteinsson

Ástundun: Ívar Tumi Tumason

Framfarir: Birkir Eydal


7. flokkur kvenna:

Prúðmennska: María Björg Fjölnisdóttir

Ástundun: Auður Líf Benediktsdóttir

Framfarir: Jóhanna Ósk Gísladóttir


8. flokkur drengja:

Prúðmennska: Davíð Hjaltason

Ástundun: Ásgeir Óli Kristjánsson

Framfarir: Guðmundur Arnar Svavarsson


8. flokkur stúlkna:

Prúðmennska: Linda Rós Hannesdóttir

Ástundun: Þórunn Birna Bjarnadóttir

Framfarir: Hafdís Bára Höskuldsdóttir


Óskum við þessum iðkendum kærlega til hamingju með árangurinn en viljum líka beina því til þeirra sem ekki fengu verðlaun í þetta skiptið, að það er engin skömm að fá ekki slík verðlaun en gleymum ekki að fótboltinn er hópíþrótt og hver einstaklingur er mikilvægur og verðmætur. Þess vegna er ekkert annað að gera en halda áfram að æfa vel, bæta sig á öllum sviðum, hlýða þjálfaranum, styðja við félaga sína og þá eiga allir möguleika á verðlaunum á næsta ári.

Boltafélagið vill að lokum þakka Straumi kærlega fyrir styrkinn á þessari hátíð en fyrirtækið gaf verðlaunin sem veitt voru.

 

Nánar

Æfingatímar haustsins 2008

Knattspyrna | 01.09.2008 Þá er hauststarfið að hefjast eftir stutta hvíld en ítrekað er að það verður síðan frí í desember. Æfingatímar yngri flokka BÍ88 verða sem hér segir (ýtið á "meira" til að sjá tímana): Nánar