Fréttir - Knattspyrna

Leikjaplan fyrir Sparisjóðsmótið komið

Knattspyrna | 24.07.2009 Jæja, fótboltakappar! þá er leikplan morgundagsins komið inn á vefinn, það finnst undir liðnum "Gögn fyrir foreldra" hér til vinstri. Þetta hefst allt kl. 9:00 (mæting í síðasta lagi kl. 8:30 við grunnskólann, 8:45 hefst marséring inn á völl) og ætti að vera búið upp úr kl. 16:00.
Hafið nóg af fötum með ykkur og góða skapið auk góðs skammts af góðri íþróttamannslegri hegðun og þá eru allir tilbúnir í bátana. Gangi ykkur vel! Nánar

Sparisjóðsmót 2009

Knattspyrna | 23.07.2009 Laugardaginn 25. júlí verður Sparisjóðsmót UMFB haldið í Bolungarvík.
Keppendur mæta við Grunnskólann um kl. 8:30 á laugardaginn og halda í skrúðgöngu kl. 8:45 uppá völl.
Keppnisgjald er 3000 kr. á keppanda. Innifalið í því er leikir, frítt í sund, grill í hádeginu á laugardag og verðlaun og gjöf í mótslok.


Dagskrá mótsins

8:30  Mæting við Grunnskóla Bolungarvíkur, haldið af stað á vallarsvæði kl. 8:45.
9:00  Setning móts.
9:30 Leikir hefjast samkvæmt leikjaplani.
12:00-14:00  Grillveisla á palli við Hrafnaklett, liðsstjórar fara með sín lið þegar þeim hentar samkv. Leikjaplani.
11:00-16:00  verður hoppikastali á vallarsvæði.

Sölutjald verður á svæðinu á meðan á mótinu stendur, þar verða til sölu samlokur, drykkir, kaffi, kakó og ýmislegt annað góðgæti. Allur ágóði sölunnar rennur til yngri flokka knattspyrnudeildar umfb.
.
Verðlaunaafhending verður á vallarsvæði í mótslok.

Allir með armband fá frítt í sund.
Nánar

Æfingar meðan knattspyrnuskólinn stendur yfir

Knattspyrna | 21.07.2009 Á meðan fótboltabúðirnar eru í gangi er æfingatíminn annar fyrir þá krakka sem ekki eru í búðunum. Tveir flokkar æfa saman, bæði stelpur og strákar og verða æfingar á þessum tímum:

mánudagur

12.00-13.30 6.-7.flokkur Þjálfarar: Stella og Sigþór

13.30-15.00 4.-5. flokkur Þjálfarar: Birna og Dóri

þriðjudagur

12.00-13.30 4.-5. flokkur Þjálfarar: Stella og Sigþór

13.30-15.00 6.-7. flokkur Þjálfarar: Nonni og Birna


miðvikudagur

12.00-13.30 4.-5. flokkur Þjálfarar: Birna og Sigþór

13.30-15.00 6.-7. flokkur Þjálfarar: Nonni og Dóri


fimmtudagur

12.00-13.30 6.-7. flokkur Þjálfarar: Dóri og Sigþór

13.30-15.00 4.-5. flokkur Þjálfarar: Stella og Nonn

Nánar

Knattspyrnuskóli á Torfnesi

Knattspyrna | 16.07.2009 BÍ88 og samstarfsaðilar halda knattspyrnubúðir á Ísafirði dagana 19.-24. júlí. Búðirnar eru fyrir 3.-7. flokk þar sem flokkarnir mæta sem hér segir:

5.-7. flokkarnir yrðu frá kl. 9:00-12:00 alla dagana
3. og 4. flokkarnir kl. 15:00-16:15.

Skólinn er bæði fyrir stráka og stelpur.

Boðið verður upp á létta hressingu alla dagana og svo munu krakkarnir fá óvænta heimsókn.

Þjálfarar eru:
Magni Fannberg sem hefur þjálfað yngri flokka Vals, verið aðstoðarþjálfari hjá Grindavík, aðalþjálfari Fjarðabyggðar og er nú á leið til Svíþjóðar í ungmennaþjálfun,
Þórður Jensson aðstoðarþjálfari mfl. kvenna hjá Val og
Jón Páll Pálmason, þjálfari 3. og 5. flokks drengja hjá FH.

Verð er kr. 6500.- á mann, systkinaafsláttur er 50% fyrir annað systkini og frítt fyrir það þriðja.

Æfingar verða haldnar kl. 12-15 fyrir þá krakka sem ekki komast í búðirnar, þannig að enginn missir af fótbolta þessa viku.

Nánar

BÍ/Bol - Grótta

Knattspyrna | 08.07.2009 Glæsimark Gunnlaugs dugði ekki til sigurs

Frábært mark Gunnlaugs Jónassonar dugði sameinað knattspyrnuliði Ísafjarðar og Bolungarvík ekki til sigurs þegar liðið gerði jafntefli við stjörnuprýtt lið Gróttu á Skeiðisvelli í Bolungarvík í gær. Leikurinn var hinn ágætasta skemmtun, enda mikið um dramatík, sérstaklega í seinni hálfleik.

Leikurinn byrjaði rólega og virtust bæði lið vera að þreifa fyrir sér án þess að taka mikla áhættu. Leikurinn var jafn og bæði lið spiluðu ágætlega á milli sín, en lítið var um færi og ekkert mark skorað. Staðan í hálfleik 0-0.

Það lifnaði heldur betur yfir leiknum í seinni hálfleik en heimamenn mættu dýrvitlausir til leiks og ætluðu sér greinilega öll stigin þrjú. Eftir nokkurra mínútna leik barst boltinn til Gunnlaugs á hægri kantinum. Hann setti stefnuna beint á markið og lék inn í teiginn, valhoppandi framhjá varnarmönnum Gróttu áður hann lét vaða á markið með vinstri fæti. Boltinn sveif beint upp í markvinkilinn, framhjá fyrrum landsliðsmarkverðinum Kristjáni Finnbogasyni. Glæsilegt mark.
Fögnuður heimamanna stóð stutt. Aðeins nokkrum mínútum síðar barst boltinn inn í vítateig BÍ/Bolungarvík þar sem sóknarmaður Gróttu féll með tilþrifum. Dómarinn hikaði ekki við að dæma vítaspyrnu þrátt fyrir mótmæli heimamanna og hlaut hann mikla gagnrýni hjá áhorfendum sem voru ekki sáttir við dómgæsluna. Grótta skoraði úr vítinu og því staðan jöfn, 1-1.

Vestfirðingar létu ekki deigan síga og börðust eins og ljón, en Grótta átti ekkert í baráttumikla heimamenn. Um miðjan síðari hálfleik fengu BÍ/Bolungarvík sannkallað dauðafæri. Eftir þunga sókn barst boltinn að Óttari Bjarnasyni sem var einn og óvaldaður við mark Gróttu en markvörður Gróttu lá þá á jörðinni. Óttar náði þá, á einhvern undraverðan hátt, að skjóta boltanum í stöngina og út, en auðveldara hefði sennilega verið að koma honum í markið.

Heimamenn gáfust aldrei upp og börðust fram á síðustu mínútu, það dugði þó ekki til sigurs og endaði leikurinn með jafntefli, 1-1. Maður leiksins: Gunnlaugur Jónasson. Frábært mark og einkennandi fyrir baráttu heimamanna í leiknum.

Eftir leikinn er BÍ/Bolungarvík í fimmta sæti 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Liðið hefur 14 stig að níu umferðum loknum en liðið hefur gert fimm jafntefli á leiktíðinni. Næsti leikur liðsins er á laugardag þegar BÍ/Bolungarvík heldur suður í Hveragerði þar sem það mæti liði Hamars á Grýluvelli.

Nánar

Tattúin (tattóin) komin!

Knattspyrna | 02.07.2009 Þá er nýjasta varan okkar komin í hús en það eru BÍ88-tattú. Þau eru tilvalin til að gefa sterklega til kynna hver við erum og hvaðan við komum svo að hér er um ákjósanlega vöru að ræða fyrir áhugasama fótboltakrakka.

Hægt er að kaupa tattúin í Hárkompaní og kosta þau 150. kr.- stk eða 10 stk. í pakka á kr. 1000.- Nánar

Frábær árangur á Blönduósi!

Knattspyrna | 02.07.2009 Til hamingju krakkar með árangurinn á Blönduósi! Farið var með fjögur lið í þremur flokkum á mótið og renndum við blint í sjóinn með stöðu okkar gagnvart andstæðingunum. Þegar upp var staðið hafði 6. flokkur drengja og 6. flokkur stúlkna unnið mótið í sínum aldursflokkum enda spiluðu þau eins og englar í öllum sínum leikjum, sýndu frábæra spilamennsku og unnu stelpurnar m.a. háttvísiverðlaunin í sínum flokki. Er það sjaldgæft að sigurlið skuli fá slík verðlaun en sýnir hve stelpurnar stóðu sig stórkostlega á öllum sviðum. Um leið bendi ég á að hægt er að sjá myndbönd af 6. flokki stelpna á síðunni þeirra hér vinstra megin. Sameiginlegur 7. flokkur stráka og stelpna endaði í 4. sæti af 14. í sinni keppni og er það afar góður árangur þegar tekið er tillit til þess að einungis var einn leikmaður á eldra ári hjá okkar krökkum. Sýndi það sig líka að þau unnu alla leiki auðveldlega en lentu í vandræðum þegar leikið var gegn liðum Magna frá Grenivík og Snæfellsness en þar voru stórir og stæðilegir strákar í aðalhlutverki. Á þessum aldri skipta líkamsburðirnir oft meira máli en leiknin og töpuðust þessir leiki 2-3 eftir hetjulega baráttu krakkanna okkar.

Ég vil óska öllum þátttakendum og foreldrum þeirra til hamingju með árangurinn og vil líka þakka öllum fyrir samveruna á skemmtilegu móti. Sjáumst í næsta stríði. Nánar

Síðasti skammtur fyrir Blönduós...

Knattspyrna | 18.06.2009 Jæja, gott fólk!

Nú er að koma að þessu. Niðurröðun í bíla er lokið, allavega vitum við ekki af fleira fólki sem er vegalaust en látið mig endilega vita ef einhvern vantar far. Allir þurfa einhvern vasapening sem er til að brúa bilið á heimleiðinni enda verður þá stoppað til að borða og svo mega krakkarnir auðvitað kaupa sér eitthvað sætt þegar síðasta leik er lokið á sunnudeginum.

Á Blönduósi eru nokkrir krakkar í gistingu í skólanum, eða um 13 talsins og verða Stella Hjaltadóttir og Sigrún Sigurðardóttir þeim til halds og trausts í gistingunni. Síðan munum við vinna saman á daginn við stjórn liða og annað utanumhald sem snýr að krökkunum, það þarf að koma þeim í leiki og mat og passa upp á að þau hlaupi ekki út undan sér, allir séu í réttu fötunum og kannski í fötum yfirhöfuð.

Svo er auðvitað búnaðurinn sem allir þurfa að taka með sér:

Vasapeningur (fyrir heimleiðina fyrst og fremst)
Hollt og gott nesti á leiðinni til Blönduóss
dýna
svefnpoki eða sæng og lak
koddi
legghlífar
bláir fótboltasokkar
svartar stuttbuxur
sundföt (sundlaugin er reyndar lokuð en við gætum baðað liðið í Húnavallalaug 15-20 mín. keyrslu frá Blönduósi)
regnföt
hlý föt
BÍ88-peysur, bláar
BÍ88-peysur, hvítar
Auk alls þess almenns búnaðar sem maður myndi hafa með sér í útilegu/keppnisferð.

Munið að búið er að taka frá pláss á tjaldsvæðinu á Blönduósi fyrir okkur!

Sjáumst hress!

Nánar

Upplýsingar fyrir Blönduós 19.-21. júní

Knattspyrna | 16.06.2009 Nú er þetta allt að smella saman. Dagskráin er eftirfarandi:

Föstudagur 19.júní.2009
20:00 - 22:00 Móttaka keppnisliða í félagsheimilinu

Laugardagur 20. Júní.2009

07:00 - 09:00 Móttaka keppnisliða í félagsheimilinu

07:00 - 09:30 Morgunverður

08:20 Setning mótsins á íþróttavelli

Frá kl 08:30 Leikir skv. leikjatöflu

11:30 - 14:00 Hádegismatur (vinsamlega sýnið biðlund ef myndast biðröð)

Leikir skv. leikjatöflu

17:30 - 20:00 Kvöldverður (vinsamlega sýnið biðlund ef myndast biðröð)

Kvöldskemmtun (nákv.tímasetning verður í þjálfaramöppu)

22:00 Fararstjórafundur í Félagsheimilinu (Kaffi, te og vöfflur)

Sunnudagur 21. júní

07:00 - 09:30 Morgunverður

Leikir skv. leikjatöflu

12:30 - 13:30 Vallarnesti (sækir hver fyrir sitt lið.)

Leikir skv. leikjatöflu

Verðlaunaafhending, grillveisla og mótsslit.

 

Matur er framreiddur í Félagsheimilinu sem er staðsett við hliðina á aðalvellinum en gengið er inn framan.


Vallarnesti á sunnudag
Þjálfarar/liðstjórar eru beðnir um að sækja vallarnestið fyrir sitt félag (bakhlið félagsheimilisins).

Verðlaunaafhending - Grill - Mótslok
Eftir að síðasta leik líkur viljum við biðja öll liðin um að koma sér fyrir í áhorfendabrekkunni við aðalvöllinn.

 

Tjaldsvæði bæjarins er við hringveginn og sést greinilega frá brúnni yfir Blöndu. Þar er búið að taka frá pláss fyrir okkar fólk svo að allir geti verið saman og borið saman bækur sínar í lok keppnisdags, grillað og sýnt sig og séð aðra. Svæðið verður merkt BÍ88. Athugið að gjaldið á tjaldsvæðið er ekki innifalið í þátttökugjaldi barnsins og er kr. 1600 fyrir tjaldvagna o.þ.h., 1200 fyrir tvo og fleiri í tjaldi og 700 fyrir einn í tjaldi.

 

Kort af Blönduósi og því sem við á fyrir mótið

 

Við gerum ráð fyrir 15 í gistingu í skólanum, það gætu orðið færri en þetta er nokkuð nærri lagi. Athugið að einungis er gert ráð fyrir 1 fullorðnum með krökkunum í gistingu þar sem pláss er af skornum skammti. Við munum því ekki geta komið öðrum fyrir í gistingunni.

 

Sundlaug Blönduóss er lokuð í sumar enda er verið að byggja hana. Næsta laug er á Húnavöllum rétt sunnan Blönduóss.

 

Ég vil síðan benda fólki á foreldrabæklinginn okkar sem er undir „Gögn fyrir foreldra“ hér til vinstri. Við ætlum að vera okkur og börnunum okkar til sóma og þá sérstaklega hvað varðar dómgæslu og viðhorf til dómara.

 

Mótsgjaldið kr. 7000.- skal millifæra á reikning 1128-26-22022, kt. 410897-2619. Setja skal nafn barnsins í skýringu og senda kvittun á anita@jv.is.

 

Frekari upplýsingar verða settar inn ef þörf krefur.

Nánar

Upplýsingar vegna ferða á vegum félagsins í sumar

Knattspyrna | 10.06.2009 Búið er að setja ferðareglur og annað smálegt undir liðinn „Gögn fyrir foreldra“ á vallistanum á forsíðunni. Er þetta gert til að gefa skýra mynd af því hvernig við höfum hugsað umgjörð, skipulag og hegðun barnanna okkar og foreldra þeirra í verkefnum okkar þetta sumarið. Vonandi sjá allir sér fært að verða við þessu enda er ekkert annað í boði. Reglur eru nauðsynlegar og öllum líður betur þegar vitað er hvernig og hvað á að gera við vissar aðstæður í verkefnum okkar. Lesum þetta nú og förum eftir því! Nánar