Knattspyrna | 09.10.2009
Dagana 14.-15. nóvember nk. munum við halda innanhúsmót í knattspyrnu. Það fer fram í íþróttahúsinu við Torfnes sem fyrr og er áætlað að keppni hefjist kl. 9:00 báða dagana. Gert er ráð fyrir því að eldri flokkarnir (3., 4., 5. og 6. flokkar stráka og stelpna) muni leika báða dagana en 8. og 7. flokkur muni leika á laugardeginum. Þá er bara að taka þessa daga frá fyrir fótbolta og svo hittumst við hress.
Deila