Bæjarstjórn samþykkti á dögunum að taka upp frístundastyrk fyrir börn í 5.–10. bekk í grunnskóla, sem eru með lögheimili í Ísafjarðarbæ.
Foreldrar eiga því að geta farið inn á Abler þegar greiða á æfingargjöld og valið að ráðstafa frístundastyrk Ísafjarðarbæjar upp í gjöldin.
Markmið styrksins er að tryggja jöfnuð, auka fjölbreytni í íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og styðja við þroska barna og unglinga. Einnig að hvetja til meiri hreyfingar, félagslegra samskipta og hjálpa til við að koma í veg fyrir að börn og unglingar hætti í tómstundum.
ÁFRAM VESTRI
Deila