Fréttir - Knattspyrna

Æfingar falla niður!

Knattspyrna | 30.03.2009 Vegna veðurhamsins og niðurfellingar skólastarfs hefur verið ákveðið að fella niður æfingar yngri flokka Boltafélagins. Svo fer allt í gang eins og venjulega um leið og veðurhamurinn hægist aðeins. Ef einhverjar spurningar vakna, verið þá endilega í sambandi við þjálfara ykkar/barnanna. Nánar

Mætingar og leiktímar komnir

Knattspyrna | 19.03.2009 Laugardagur 21. mars:

3. flokkur kk mæting 8:40  1. leikur kl. 9:00
7. flokkur kk og kvk mæting kl. 9:30, 1. leikur 10:02
8. flokkur kk og kvk, mæting kl. 10:10, 1. leikur kl. 10:45
4. flokkur kvk, mæting kl. 10:30, 1. leikur 11:04
5. flokkur kvk mæting kl. 11:25, 1. leikur 11:55
6. flokkur kk og kvk mæting kl. 12:30, 1. leikur 12:55
5. flokkur kk, mæting kl. 13:40, 1. leikur 14:10
4. flokkur kk, mæting kl. 16:15, 1. leikur 16:45

Mótslok kl. 18:05

Sunnudagur 22. mars:

5. flokkur kk, mæting kl. 8:30, 1. leikur 9:00
4. flokkur kk, mæting kl. 11:00, 1. leikur 11:24
4. flokkur kvk, mæting kl. 12:10, 1. leikur 12:40
5. flokkur kvk, mæting kl. 13:00, 1. leikur 13:30
6. flokkur kk og kvk, mæting kl. 14:15, 1. leikur 14:45
3. flokkur kk, mæting kl. 15:20, 1. leikur kl. 15:50

Móti lýkur um kl. 16:50.

Takið eftir að 7. og 8. flokkur keppa aðeins á laugardeginum. Nánar

Vormót BÍ88 og Eimskipa - dagsetning ákveðin

Knattspyrna | 12.03.2009 Vormót BÍ88 og Eimskipa mun fara fram í íþróttahúsinu við Torfnes helgina 21.-22. mars nk. Mótið hefur vanalega farið fram í apríl en nú þurfti að flýta því vegna þess hve húsið er setið. Vonandi verður það ekki til vandræða hjá neinum og vonumst við til að sjá alla í góða fótboltaskapinu. Ekki er búið að raða leikjum niður en því verður væntanlega lokið í byrjun næstu viku. Dagskráin á laugardeginum gæti raskast eitthvað þar sem Mjólkursamlagsmót í göngu fer fram á sama tíma en það verður varla mikið rask. Gert er ráð fyrir að hefja leik kl. 9-10 á laugardeginum en kl. 9 á sunnudeginum. Mætingar flokka verða síðan auglýstar síðar. Nánar

3. flokkur drengja gerir það gott!

Knattspyrna | 23.02.2009 Helgina 20.-22. febrúar tóku strákarnir í 3. flokki þátt í Greifamóti KA í knattspyrnuhöllinni Boganum á Akureyri. Sex lið voru skráð til leiks og voru því leiknir 5 leikir, 2x30 mínútur hver.
Lagt var í hann um kl. 8:30 á föstudagsmorgun og komið til Akureyrar átta tímum síðar eftir snjó- og krapabarning allt frá Ísafjarðardjúpi til Akureyrar. Það voru því þreyttir og stirðir strákar sem hófu leik aðeins klukkutíma eftir komu. Mótherjarnir voru strákarnir í Fjarðabyggð og fóru leikar svo að liðin sættust á jafntefli, 3-3, eftir allnokkrar smátognanir, krampa og stirðleikabyltur. Þá var strax ljóst að botninum var náð og ekki hægt að spila verr en í þessum leik.
Eftir nokkra hvíld mættu strákarnir b-liði Þórs frá Akureyri en Þórsarar hafa lengi verið þekktir fyrir öflugt starf í yngri flokkum. Kramparnir vildu ekki hverfa svo að erfiðið varð meira en nauðsynlegt var og varð niðurstaðan sú að annað jafntefli leit dagsins, nú 2-2. Var nú tekið til við nudd og misþyrmingar, náraæfingar og almennan dónaskap til að koma drengjunum í gírinn og voru menn orðnir afar brattir um kvöldið vissir um mikinn heiður handan nætur.
Rann þá laugardagurinn upp bjartur og fagur og voru því vonir um að sama ástand ríkti í huga drengjanna sem voru nú ákveðnir að láta fætur standa niður úr skálmum. Fyrri leikurinn þann daginn var við lið heimamanna í KA sem er nú stjórnað af fyrrum þjálfara okkar, Slobodan Milisic. Milo lét í sér heyra strax frá fyrstu mínútu en allt kom fyrir ekki, okkar menn voru miklu betri, réðu leiknum algerlega og óðu færin upp í klof. En það var sama hvaða tá snerti boltann, aldrei vildi hann inn í mark heimamanna. Þeir gerðust hins vegar svo djarfir og ógestrisnir að ná að pota boltanum inn úr hálf- eða jafnvel fjórðungsfærum, algerlega upp úr þurru og lokaniðurstaða varð því tap, 3-0. Gífurleg vonbrigði og blikuðu tár á hvarmi, aðallega þó nudd-, liðleika- og dansþjálfarans.
Nú voru menn brýndir í botn, tveir leikir eftir, þ.á.m. við líklegt sigurlið mótsins, Þór-1, tröllvaxna, fagurlimaða Glerárgaura sem gáfu ekkert eftir. En hugsum um einn leik í einu, fyrst þurfti að kljást við lið Hattar frá Egilstöðum. Voru menn þá farnir að venjast undirlaginu og öðrum aðstæðum svo að krampar voru hverfandi og ástand almennt nokkuð gott. Fundu þó flestir fyrir eymslum og sárindum hér og þar enda gífurleg átök í leikjum sem þessum, sífelldar hraða- og stefnubreytingar,endalaus hlaup á stórum vellinum og harðir árekstrar við andstæðingana. Leikurinn við Hött varð þó aldrei spennandi, okkar menn spiluðu eins og þeir sem valdið hafa og innbyrtu öruggan 6-0 sigur. Var nú farið að bera á samstöðunni og liðsheildinni sem einkenna gott knattspyrnulið.
Þegar sunnudagurinn rann upp, alltof snemma, var orðið ljóst að Boltafélagsdrengir höfðu úrslit mótsins í sínum höndum. Einn leikur var eftir, Þórsdrengirnir ógurlegu. Þeir höfðu gert jafntefli við KA, 1-1 og því urðu þeir að vinna okkur til að hampa sigurlaunum í mótslok. Þeim hefði örugglega ekki þótt ónýtt að klekkja þannig á nágrönnum sínum handan Glerár. Nú voru strákarnir okkar komnir á bragðið þeir hófu leikinn við Þór af krafti og gáfu aldrei eftir, héldu stöðunum vammlaust, klipptu á allar sóknaraðgerðir norðanmanna sem fóru brátt að ergja sig yfir ástandinu og "panikka". Strákarnir komust svo yfir með glæsilegu gegnumbroti hjá fyrirliðanum, Emil Pálssyni sem átti feiknafínan leik og lék Þórsara oft grátt. Þórsarar jöfnuðu metin úr vítaspyrnu sem þeir fiskuðu fagmannlega en þá tók BÍ öll völd á vellinum. Matthías Króknes Jóhannsson skoraði síðan glæsilegt mark eftir aukaspyrnu þar sem hann lyfti knettinum yfir markmann Þórs og í fjærhornið uppi. Tómas Helgi Svavarsson gulltryggði síðan sigurinn þegar hann fékk boltann inn í teiginn og hann negldi honum í netið eftir örlítinn umhugsunarfrest.
Niðurstaðan í mótinu varð því sú að KA-menn sigruðu, Þór-1 varð í örðu sæti og BÍ/UMFB í því þriðja. Var mál manna að við hefðu átt að vinna mótið með þeirri spilamennsku sem strákarnir sýndu í síðustu leikjunum en það er nú svo að ekki er á allt kosið í þessum málum frekar en öðru.

Við óskum strákunum kærlega til hamingju með árangurinn! Nánar

Það er aldrei of seint að byrja - aftur!

Knattspyrna | 12.02.2009 Það er ekki á hverjum degi sem menn taka sig upp og hefja leik og æfingar í „gömlu“ íþróttinni sinni. Það gerði hins vegar þessi Kópavogsbúi:

http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=72417

Þetta sýnir svart á hvítu hve galdurinn í fótboltanum er sterkur og sýnir um leið að það er aldrei of seint að byrja í fótbolta! Nánar

Luka Kostic fræðir unga knattspyrnumenn

Knattspyrna | 11.02.2009 Á laugardaginn ætlar Luka Kostic að mæta til okkar og halda fyrirlestra um knattspyrnu. Dagskráin er eftirfarandi:

laugardagur 14.febrúar

10:30 Skottækni - bóklegt
11:15 Klára færi - bóklegt
12:15 Klára færi - verklegt (gervigrasið - húsið er ekki laust)
13:05 Skottækni - verklegt (gervigrasið)
14:00 Hlé - félagið býður upp á snarl
14:30 Hæfileikamótun - fyrirlestur
15:15 Mataræði - fyrirlestur
Slitið um kl. 16:00

Fyrirlestrarnir verða haldnir í matsal sjúkrahússins en verklegi hlutinn á gervigrasinu. Kostnaður á mann er kr. 2500.- sem félagið mun niðurgreiða um kr. 1500.- Því standa eftir kr. 1000.- sem hver þarf að greiða. Þar sem verklegi hlutinn fer fram á gervigrasinu þurfa krakkarnir að hafa með sér æfingaföt og vera klædd eftir veðri.

Stjórnin leggur mikla áherslu á að allir iðkendur í 2., 3. og 4. flokki taki þátt í þessu þarfa verkefni. Einnig eru áhugasamir yngri iðkendur velkomnir en munið að þetta er allnokkur seta yfir fyrirlestrum svo að nokkra þolinmæði þarf til. Félagið mun bjóða upp á hressingu í hléinu.

Takið eftir að foreldrar og allir áhugasamir eru velkomnir á fyrirlesturinn um mataræðið.

Nánar

... og svo fór allt í gang aftur!

Knattspyrna | 05.01.2009 Þá er starfið hafið á ný og hefjast æfingar í dag eftir æfingatöflu. Ættu þá margir að kætast eftir aðgerðaleysi hátíðanna og örugglega verður gott að spretta úr spori á eftir boltanum. Framundan eru Futsal-mót hjá elstu flokkunum en þau mót fara fram á höfuðborgarsvæðinu en tímasetning er ekki komin frá KSÍ. Þá eru flokkar að fara til Akureyrar á 11 manna mót sem þar eru haldin í janúar og febrúar. Stjórn mun funda á næstu dögum og ákveða þátttöku á mótum ársins í samráði við þjálfara. Gangi ykkur vel! Nánar

Gleðileg jól!

Knattspyrna | 19.12.2008 Þá er jólafríið komið og væntanlega einhverjir hvíldinni fegnir (en alveg örugglega ekki allir!). Æfingar munu hefjast skv. æfingatöflu mánudaginn 5. janúar. Séu einhverjir ekki sáttir við fríið skal auðvitað benda þeim á að fótbolta er hægt að iðka hvar sem er, hvenær sem er og næstum hvernig sem er. Smellið boltanum bara á tærnar og byrjið leikinn en verið bara ekki í stofunni, það er ekki vinsælt.

Stjórn Boltafélags Ísafjarðar óskar iðkendum sínum, foreldrum og velunnurum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með þökk fyrir allt skemmtilega starfið á líðandi ári. Sjáumst fersk og endurnærð á næsta ári og af enn meiri krafti. Nánar

Dagskráin að mótinu komin á netið

Knattspyrna | 04.12.2008 Þá er uppröðunin komin á hreint. Við ákváðum að breyta aðeins fyrirkomulaginu á mótinu enda ljóst að Hólmvíkingar komast ekki þessa helgi og fækkar þar með leikjum nokkuð. Svo eru krakkarnir okkar út um allar trissur enda nálgast jól og erum við því með færri lið en venjulega. Með því að hagræða aðeins og fækka leikjum í völdum flokkum getum við því klárað mótið á laugardeginum. Flokkar eiga að mæta sem hér segir (ef þjálfarinn sagði annað, farið þið eftir því sem hann/hún sagði):

8. flokkur mætir kl. 8:30, hefur leik kl. 9:00
7. flokkur drengja og stúlkna og 6. flokkur stúlkna mætir kl. 8:50, hefur leik kl. 9:20
4. flokkur stúlkna mætir kl. 10:00, hefur leik kl. 10:30
4. flokkur drengja mætir kl. 10:30, hefur leik kl. 11:00
6. flokkur drengja og 5. flokkur stúlkna mætir kl. 12:30, hefur leik kl. 13:00
5. flokkur drengja mætir kl. 14:15, hefur leik kl. 14:45
3. flokkur karla mætir kl. 16:00, hefur leik kl. 16:40.

Móti lokið kl. 17:00

Nákvæm leikjatafla er komin inn undir liðnum "Gögn fyrir foreldra" á forsíðunni. Nánar

Okkar menn kallaðir á U-landsliðsæfingar

Knattspyrna | 03.12.2008 Eins og lýðum er ljóst hefur Emil Pálsson, leikmaður BÍ88, verið að æfa með 30 manna úrtaki með U-17 ára landsliði Íslands undanfarið. Hann var kallaður til æfinga um síðustu helgi og hefur nú verið hóað í hann á ný. Hann mun því æfa með liðinu nú um helgina 6. og 7. desember. Það er því ljóst að Emil kemur sterklega til greina í leikhóp liðsins.

En hann er ekki að fara einn í þetta skiptið því nú var Matthías Króknes Jóhannsson, leikmaður 3. flokks BÍ88, kallaður til æfinga með 60 manna úrtakshópi fyrir U-16 landsliðs Íslands. Það ætti ekki að koma neinum á óvart, Matthías er sterkur leikmaður og var gríðarlega gaman að horfa á spretti hans á vellinum síðasta sumar, þá sem leikmanns 4. flokks BÍ88. Hann sat síðan á bekknum hjá 2. flokki og kom við sögu í einhverjum leikjum. Þá kynntist hann aðeins bekkjarsetunni hjá meistaraflokki síðasta sumar en kom ekki við sögu í leikjum þeirra.

Við óskum Emil og Matthíasi til hamingju með árangurinn enda eru þeir valdir úr hópi nokkur hundruð stráka á landsvísu. Nánar