Fréttir

Fyrsta verkefni yngstu flokkanna á næstunni

Knattspyrna | 05.06.2009 Dagana 19.-21. júní nk. munum við halda norður í land á Smábæjaleikana svokölluðu, sem haldnir eru á Blönduósi. Eru allir foreldrar hvattir til að láta þjálfara vita hvort barnið fari með í ferðina. Um leið eru foreldrar hvattir til að taka þátt í þessu móti með börnunum og skella sér í útilegu þessa helgi og hafa gaman á Norðurlandinu.

Dagskráin er svona:

Föstudagur 19. júní:
Móttaka liða á Blönduósi, engir leikir þennan dag.

Laugardagur 20. júní:
Morgunverður
Leikir skv. leikjatöflu
Hádegismatur
Leikir skv. leikjatöflu
Kvöldmatur
Kvöldskemmtun
Fararstjórafundur í Félagsheimilinu.

Sunnudagur 21. júní:
Morgunverður
Leikir skv. leikjatöflu
Hádegismatur
Leikir skv. leikjatöflu
Verðalaunaafhending
Grill og mótsslit

Þátttökugjald er kr. 7000.- á keppanda, innifalið í því er gisting, allar máltíðir og öll afþreying á vegum mótsins. Deila