Knattspyrna | 10.06.2009
Búið er að setja ferðareglur og annað smálegt undir liðinn „Gögn fyrir foreldra“ á vallistanum á forsíðunni. Er þetta gert til að gefa skýra mynd af því hvernig við höfum hugsað umgjörð, skipulag og hegðun barnanna okkar og foreldra þeirra í verkefnum okkar þetta sumarið. Vonandi sjá allir sér fært að verða við þessu enda er ekkert annað í boði. Reglur eru nauðsynlegar og öllum líður betur þegar vitað er hvernig og hvað á að gera við vissar aðstæður í verkefnum okkar. Lesum þetta nú og förum eftir því!
Deila