Knattspyrna | 03.06.2009
Sigþór Snorrason hefur verið ráðinn þjálfari 6. flokks drengja í sumar. Sigþór er félagsmönnum Boltafélagsins að góðu kunnur, ólst upp í yngri flokkunum með boltann á tánum og hóf ungur þjálfaraferil með knattspyrnuiðkuninni. Hann er nú kominn heim, farinn að leika á miðjunni með meistaraflokki og ætlar að láta gott af sér leiða hjá strákunum í 6. flokki í sumar. Sigþór mun mæta á sína fyrstu æfingu í dag, miðvikudaginn 4. júní. Stjórn félagsins býður hann velkominn til starfa á ný og veit að samstarfið verður gott í sumar.
Deila