Knattspyrna | 02.07.2009
Til hamingju krakkar með árangurinn á Blönduósi! Farið var með fjögur lið í þremur flokkum á mótið og renndum við blint í sjóinn með stöðu okkar gagnvart andstæðingunum. Þegar upp var staðið hafði 6. flokkur drengja og 6. flokkur stúlkna unnið mótið í sínum aldursflokkum enda spiluðu þau eins og englar í öllum sínum leikjum, sýndu frábæra spilamennsku og unnu stelpurnar m.a. háttvísiverðlaunin í sínum flokki. Er það sjaldgæft að sigurlið skuli fá slík verðlaun en sýnir hve stelpurnar stóðu sig stórkostlega á öllum sviðum. Um leið bendi ég á að hægt er að sjá myndbönd af 6. flokki stelpna á síðunni þeirra hér vinstra megin. Sameiginlegur 7. flokkur stráka og stelpna endaði í 4. sæti af 14. í sinni keppni og er það afar góður árangur þegar tekið er tillit til þess að einungis var einn leikmaður á eldra ári hjá okkar krökkum. Sýndi það sig líka að þau unnu alla leiki auðveldlega en lentu í vandræðum þegar leikið var gegn liðum Magna frá Grenivík og Snæfellsness en þar voru stórir og stæðilegir strákar í aðalhlutverki. Á þessum aldri skipta líkamsburðirnir oft meira máli en leiknin og töpuðust þessir leiki 2-3 eftir hetjulega baráttu krakkanna okkar.
Ég vil óska öllum þátttakendum og foreldrum þeirra til hamingju með árangurinn og vil líka þakka öllum fyrir samveruna á skemmtilegu móti. Sjáumst í næsta stríði.
Deila