Knattspyrna | 12.03.2009
Vormót BÍ88 og Eimskipa mun fara fram í íþróttahúsinu við Torfnes helgina 21.-22. mars nk. Mótið hefur vanalega farið fram í apríl en nú þurfti að flýta því vegna þess hve húsið er setið. Vonandi verður það ekki til vandræða hjá neinum og vonumst við til að sjá alla í góða fótboltaskapinu. Ekki er búið að raða leikjum niður en því verður væntanlega lokið í byrjun næstu viku. Dagskráin á laugardeginum gæti raskast eitthvað þar sem Mjólkursamlagsmót í göngu fer fram á sama tíma en það verður varla mikið rask. Gert er ráð fyrir að hefja leik kl. 9-10 á laugardeginum en kl. 9 á sunnudeginum. Mætingar flokka verða síðan auglýstar síðar.
Deila