Fréttir

Flokkaskipting

Knattspyrna | 29.08.2024

Um leið og vetraráætlunin hófst 26. ágúst sl urðu flokkaskipti í yngstu flokkunum þ.e. 6.-8. flokkur.  Mán 02. september verða flokkaskipti í öllum flokkum fyrir utan að leikmenn f. 2008 munu æfa áfram með 3. flokki hvar þeirra leikjum í Íslandsmótinu lýkur ekki fyrr en í lok september. Leikjum hjá 4. flokki drengja og stúlkna lýkur 01. sep nk.  Þann 01. okt nk verður því allri flokkaskiptingu formlega lokið eins og áður hefur komið fram.

Flokkaskipanin tímabilið 2024-2025 er eftirfarandi:

2. flokkur: Leikmenn f. 2006-2008

3. flokkur: Leikmenn f. 2009-2010(2008 - 2010 til 30. sep)

4. flokkur: Leikmenn f. 2011-2012

5. flokkur: Leikmenn f. 2013-2014

6. flokkur: Leikmenn f. 2015-2016

7. flokkur: Leikmenn f. 2017-2018

8. flokkur: Leikmenn f. 2019 og yngri.

 

ÁFRAM VESTRI 

Deila