Fréttir

Æfingaáætlun yngri flokka vetur 2024-25

Knattspyrna | 23.08.2024

Æfingaáætlun 3.-8. flokks drengja og stúlkna hefur nú verið gefin út.

Áætlunin er komin í Sportabler og hefst mánudaginn 26. ágúst og gildir til 30. maí.

Strax á mánudaginn verða flokkaskipti 5-8. flokki.

Formleg flokkaskipti í eldri flokkunum verða eftir síðustu leiki í Íslandsmótinu.

Eins og á síðasta ári þá munu iðkendur í 3.-4. flokki ekki fara inn í íþróttahúsin í vetur nema í algjörri neyð.

Að sama skapi munu iðkendur í 5.-7. flokki æfa úti eins lengi og hægt er og erum við þá að miða við desember.

Hjá 8. flokki er sú breyting að æfingar verða kynjaskiptar einu sinni í viku.

Allar tímasetningar á æfingum í 5.-8. flokki eru í beinni tengingu við tímana sem flokkarnir munu nota í íþróttahúsunum.

Sérstakar liðleika og styrktaræfingar í 3.-4. flokki munu ekki hefjast fyrr en að öllum leikjum lýkur í haust. Verður það auglýst sérstaklega.

Markmannsæfingar fyrir iðkendur í 3.-5. flokki munu heldur ekki hefjast alveg strax en vonandi mjög fljótlega.

Það verður ekkert frí tekið á æfingum nú í haust (fyrir utan að við fylgjum grunnskólunum sem fyrr í vetrarfríinu í október).

Við ætlum hinsvegar að taka gott frí í desember og yfir áramótin og mun það allt verða kynnt síðar.

 

ÁFRAM VESTRI

 

 

Deila