Fréttir

6.flokkur stúlkna á Goðamótinu um helgina

Knattspyrna | 03.03.2025
1 af 2

6. flokkur stúlkna tók þátt í hinu árlega Goðamóti Þórs á Akureyri um sl helgi.

Mótið var sem fyrr haldið í knattspyrnuhúsinu Boganum. Tvö lið tóku þátt frá Vesta að þessu sinni og stóðu bæði lið sig virkilega vel.  Stúlkurnar sýndu flottar frammistöður inni á vellinum og voru til algerar fyrirmyndar innan sem utan vallar.

Nú ætla þær að halda áfram að æfa og ná frekari framförum og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.

14.-16. mars nk munu svo drengirnir í 6. flokki halda til Akureyrar og taka þátt í sama móti.

Helgina 28.-30. mars munu svo 4. flokkur stúlkna og 5. flokkur drengja og stúlkna halda í æfingaferð suður í Kópavog hvar æft verður og spilaðir leikir á æfingasvæði Breiðabliks.

 

ÁFRAM VESTRI

 

Deila