Fréttir - Körfubolti

Marko og Ingimar á eldi í Grindavík

Körfubolti | 31.10.2022

Meistaraflokkur karla gerði góða ferð til Grindavíkur í gær og vann þar mikilvægan 89-102 sigur á Grindavík-b eftir að hafa lent 20 stigum undir á tímabili.

Nánar

Háspenna, tap og sigur !

Körfubolti | 16.10.2022

Það var stemning á Jakanum um helgina þegar ÍR-b spilaði gegn okkar drengjum í Vestra.

Nánar

Tvíhöfði á helginni: Vestri - ÍR-b

Körfubolti | 13.10.2022

Vestri og ÍR-b mætast í tveimur leikjum á helginni. Laugardag kl 14:00 og sunnudag kl 14:00.

Frítt inn og kaffi og ljúffengar kaffiveitingar í sjoppunni!

Nánar

Baldur í fimm áratuga klúbbinn

Körfubolti | 08.10.2022
Baldur í leik snemma á öldinni. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson
Baldur í leik snemma á öldinni. Mynd: Halldór Sveinbjörnsson

Vigurbolinn Baldur Ingi Jónasson, sem fagnaði 50 ára afmæli sínu í sumar, tók fram skóna í leik Vestra og Snæfells í dag við mikinn fögnuð áhorfenda en hann lagði skóna á hilluna eftir að hafa slitið hásin í leik í janúar 2019.

Nánar

Sigur í fyrsta leik !

Körfubolti | 08.10.2022

Vestri mætti Snæfell í fyrsta leik sínum í 2. deild karla í vetur og fóru leikar svo að lokum að strákarnir unnu tíu stiga sigur á gestunum, 81-71.

Nánar

Fyrsti leikur vetrarins

Körfubolti | 08.10.2022

Fyrsti heimaleikur vetrarins hjá meistaraflokki karla verður kl 11:00 laugardaginn 8. október í Íþróttahúsinu á Ísafirði þegar liðið fær Snæfell í heimsókn.

Nánar

Marko Jurica semur aftur við Vestra

Körfubolti | 09.06.2022

Marko Jurica hefur samið aftur við Vestra um að spila með liðinu á næsta tímabili. Marko var einn af burðarásum Vestra á síðasta tímabili og að meðaltalið skorað hann 14.5 stig, tók 4.7 fráköst, sendi 1.9 soðsenddingu og stal boltanum að 0.9 sinnum í leik.

Nánar

Ný stjórn Körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 22.04.2022

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra var haldinn þriðjudaginn 12. apríl síðastliðinn. Nýr formaður var kjörinn Neil Shiran Þórisson, en hann hefur áður gengt embætti formanns KFÍ og er því öllum hnútum kunnugur hvað deildina varðar. Aðrir stjórnarmenn sem kjörnir voru á fundinum eru, Baldur Ingi Jónasson og Baldur Smári Einarsson. Fyrir í stjórn voru þeir Páll Brynjar Pálsson og Stígur Berg Sophusson, sem kjörnir voru á aðalfundi 2021. Einnig voru þrír einstaklingar kjörnir í varastjórn, þau Guðrún Harpa Guðmundsdóttir, Jakob Tryggvason og Þórir Guðmundsson, formaður Barna- og unglingaráðs.

Nánar

Páskaeggjamót Vestra og Góu

Körfubolti | 08.04.2022

Hið árlega páskaeggjamót Vestra og Góu  í körfubolta fer fram venju samkvæmt á Skírdag.

Yngri iðkendur hefja leik kl. 10.30 en fullorðnir kl. 12.00.

 

Nánar

Fimm úr Vestra í æfingahópum U-20 landsliða

Körfubolti | 06.04.2022

Fimm leikmenn meistaraflokka körfuknattleiksdeildar Vestra hafa verið valdir í æfingahópa U-20 landsliðs Íslands. Arnaldur Grímsson, Hera Magnea Kristjánsdóttir, Hilmir Hallgrímsson, Hugi Hallgrímsson og Sara Emily Newman. Það er ánægjulegt að sjá þessa efnilegu leikmenn uppskera á þennan hátt nú þegar tímabilinu er lokið en öll hafa þau tekið miklum framförum og fengið alvöru hlutverk á stóra sviðinu.

Nánar