Meistaraflokkur karla gerði góða ferð til Grindavíkur í gær og vann þar mikilvægan 89-102 sigur á Grindavík-b eftir að hafa lent 20 stigum undir á tímabili.
Marko Jurica var sem fyrr stigahæstur með 40 stig og 5 þrista en þetta var fjórði leikurinn í röð sem hann brýtur 40 stiga múrinn.
Hann var ekki eini leikmaður Vestra sem var á eldi því Ingimar Baldursson hélt upp á útskriftina sína og setti niður 11 þriggja stiga skot, samtals 33 stig.
Eftir leikinn er Vestri í 3-7. sæti með 6 stig (4 sigra, 1 tap) en næstu leikir liðsins er tvíhöfði á komandi helgi á móti topliði Þróttar frá Vogum sem fara fram á Ísafirði.
Deila