Fréttir

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Þrekæfing!

Körfubolti | 10.06.2009
Þrekæfingar 1
Þrekæfingar 1
1 af 3
Megin tilgangur æfingabúða af þessu tagi er að leggja áherslu á tækni og herkænsku af ýmsu tagi. Þrátt fyrir það má ekki gleyma líkamlegu atgervi og því var mikill fengur að því að fá hann Jón Oddsson afreksmann og þjálfara, til þess að leiðbeina öllum þátttakendum um grundvallar atriði þrek- og kraftþjálfunar.

Jón fór yfir á 60 mín nokkrar æfingar og útskýrði hvernig þær væru sérstaklega mikilvægar fyrir þjálfun körfuknattleiksfólks. Erfitt er fyrir fréttaritara að lýsa þessu í fáum orðum en aðallega sýndist mér þetta snúast um liðleika og fimi, auk þess auðvitað styrk og samhæfingu. Jón minntist einnig á hversu nauðsynlegt væri að styrkja liðbönd og vöðva í kringum ökla og sýndi dæmi um æfingar sem nýtast t.d. í þessum tilgangi.

Almenn ánægja var með þetta innlegg og þökkum við auðvitað Jóni fyrir kennsluna. Óhætt er að segja að þjálfararnir sem fóru í þrautabrautina með krökkunum hafi rifjað upp marga vöðva!
Deila