Fréttir

Vestri mætir Stjörnunni í Subwaydeild karla

Körfubolti | 16.12.2021
Vestri mætir Stjörnunni í Subwaydeild karla á heimavelli föstudagskvöldið 17. desember kl. 18:15. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkar menn sem þurfa á sigri að halda til að hýfa sig upp töfluna.
 
Miðasala fer aðeins í Stubbi. Fleiri miðar verða í boði á þennan leik en undanfarna heimaleiki þar sem húsinu verður skipt upp í tvö hólf, stúku og svalir. 50 áhorfendur í stúku og 30 á svölum. Einnig verður boðið upp á barnamiða að þessu sinni fyrir börn á grunnskólaaldri (fædd 2015-2006).
Munið GRÍMUSKYLDU!
 
Miðasala fer aðeins fram í smáforritinu Stubbi. Þar eru miðar auðkenndir eftir hólfunum tveimur. Athugið að ekki er hægt að fara á milli hólfa.
 
Árskortahafar þurfa að hafa samband sem fyrst til að skrá sig fyrir miða. Árskortshafar skrái sig með því að senda skilaboð, með nafni, kennitölu og símanúmeri hér á Facebook eða með tölvupósti á karfa@vestri.is.
 
Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta á leikinn geta fylgst með í beinni útsendingu á Viðburðastofu Vestfjarða og stutt við bakið á Kkd. Vestra með því að kaupa styrktarmiða á Stubbi.
Deila