Það var til mikils að vinna fyrir Körfuknattleiks deild Vestra í dag. Með sigri í leik dagsins við KV þá myndi Vestri færast upp í fyrsta sætið og ljúka deildakeppninni á toppi 2. Deildar.
Þetta var útileikur og okkar strákar lögðu af stað snemma í morgun, ekki ákjósanlegt ferðafyrirkomulag enda hætt við ferðastirðleika og þreytu. Það sást í byrjun enda KV menn sprækari í upphafi og komast í 13-3 stöðu og vörn okkar hriplek. Vörnin fór þó að smella og Jonathan hristi af sér ferðaþreytuna og skoraði 11 stig í röð til þess að laga stöðuna, eftir fyrsta leiklhluta var staðan 17-15 fyrir KV. Vörninn var þétt áfram og Vestri pressaði stíft.
Kappsemin var mikill og harka komin í leikinn sem endar með því að leikmaður KV hrindir Jonathan og leikmanni KV réttilega vísað úr húsi fyrir óíþróttamannslega villu. Liðsmenn Vestra héldu áfram að spila stífa vörn og náðu þannig tökum á leiknum.
Í fjórða leikhluta setti James svo þrjá rýtingsþrista sem kláruðu leikinn , munurinn kominn upp í 21 stig, 66-87 fyrir Vestra og um 4 mínútur eftir. Pétur skipti inn á og óreyndari leikmenn kláruðu leikinn með sóma og gáfu ekkert eftir 78-100 voru lokatölur og sigur Vestra og fyrsta sætið staðreynd !
Pétur skipti sem fyrr ört inn á. Allir leikmenn liðsins fengu að spreyta sig. Mikilvægt í leik sem þessum að allir leikmenn fái tækifæri til að sanna sig og fá auk þess dýrmæta leikreynslu. Það komust allir á blað og voru Jonathan og Sigurður Þorsteinsson stigahæstir með 32 stig og 20 stig. Sigurður tók einnig haug af fráköstum og Jonathan var drjúgur að finna opna menn. Yngri leikmenn okkar voru allir nokkuð jafnir í framlagi og ákveðnin í vörninni skapaði grunnin að þessum sigri.
Næst á dagskrá er svo úrslitakeppni sem hefst strax eftir páska. Lið Vestra mætir lið Leiknis/Aþenu og leikdagur er ekki enn staðfestur. Vinni Vestri þann undanúrslitaleik þá öðlast liðið rétt til að færast upp um deild. Í hinni undanúrslita viðureigninni eigast við KV og KFG. Það er von okkar í KKD Vestra að íbúar og félagsmenn fjölmenni á undanúrslitaleikinn sem verður auglýstur síðar.
Deila