Síðastliðna helgi fór 9. flokkur drengja til Njarðvíkur og spiluðu þrjá leiki í fjölliðamóti.
Uppskeran var einn stórsigur, eitt naumt tap og annað aðeins stærra. Miklar framfarir frá síðasta móti.
Leikur#1 Höttur-KFI 50-35
Leikurinn byrjar ágætlega, við héldum vel í við Austanmenn, staðan var eftir fyrsta leikhluta 10 - 10, annan leikhluta 18 - 21 og allt í járnum. Aðeins farið að draga í sundur eftir þriðja leikhluta, staðan 28 - 34. Hattarmenn sýndu síðan styrk sinn og unn leikinn nokkuð örugglega, lokastaðan 35 - 50.
Stigin:
14 Haukur Jakobsson 24
4 Tryggvi Fjölnisson 5
6 Daníel Wale 2
11 Runar Guðmndsson 2
12 Hugi Hallgrímsson 2
5 Egill Fjölnisson 0
10 Þorleifur Ingólfsson 0
15 Hilmir Hallgrímsson 0
16 Blessed Parilla 0
Leikur #2 Njarðvík-KFI 54-48
Næstu andstæðingar voru Njarðvík. Okkar menn mæta tilbúnir í leikinn og var þetta hinn mesti hörkuleikur þar sem jafnt var nær á öllum tölum en Njarðvíkingar sigu fram úr í þriðja en við náðum að minnka muninn en ekki nægilega, úrslit hefðu hæglega geta fallið okkar megin, hinn fræga herslumun vantaði bara. Leikur þróaðist með eftirfarandi hætti, staðan í lok hvers fjórðungs:
11 - 12, 23 - 26, 33 - 42, 48 - 54
Stigin:
14 Haukur 28
6 Daniel 9
12 Hugi 7
11 Rúnar 1
Leikur#3 KFI 63 - Árman 33
Stórsigur í síðasta leik. Strákar spila virkilega vel, gott samspil, fín vörn og allt til fyrirmyndar, þróun leiks var með eftirfarandi hætti:
16 - 9, 29 - 22, 42 - 26 og lokastaðan 63 - 33
Stigin:
14-Haukur-23p
15-Hilmir-13p
6-Daniel-9p
5-Egill-4p
11-Rúnar-4p
12-Hugi-4p
4-Tryggvi-2p
10-Þorleifur-2p
16-Blessed-2p
Ágætis árangur hjá strákum, framfarir greinilegar. Einn sigur uppskeran og tvö frekar naum töp. Til gamans má geta að fyrrverandi þjálfari drengjanna og núverandi leikmaður Njarðvíkur Mirko Stefán Virijevic mætti og hvatti drengina. Strákarnir afar kátir með að hitta Mirko.
Deila