Um síðastliðna helgi tók 7. – 9. flokkur KfÍ þátt í 9. flokks fjölliðamóti. Liðið lék 3 leiki og töpuðust þeir allir. Þurfti liðið að kljást við veikindi, meiðsli og eldri stráka. Heilt yfir var frammistaðan ásættanleg, leikmenn voru baráttuglaðir þó svo á stundum væri við ofurefli að etja. Gott spil sást og strákar greinilega í framför.
Leikur #1
KFÍ – Njarðvík 42-57
Okkar drengir byrjuðu vel, komust í 7-0 og voru að spila ágætlega, gott samspil og fínn varnarleikur. Svo fór að halla undan og Njarðvíkingar ná góðri forystu sem við náum ekki að vinna upp þrátt fyrir góða baráttu.
Stigin:
Haukur Jakobsson 19
Hugi Hallgrímsson 8
Rúnar Guðmundsson 5
Hilmir Hallgrímsson 4
Tryggvi Fjölnisson 2
Blessed Parilla 2
Benedikt Guðnason 2
Daníel Wale 0
Þorleifur Ingólfsson 0
Egill Fjölnisson 0
Leikur #2
KFÍ – Hamar 28-68
Okkar menn byrja vel, ná forystu 8- 3 en klára fyrsta fjórðung illa og staðan eftir fyrsta 8-15. Í kjölfarið missa drengirnir móðinn gegn sterkum Hamarsmönnum sem unnu riðilinn. Veikindi lykilmanna hjálpuðu ekki til en ódýrt að fela sig á bak við afsakanir. Sumir drengjanna gáfust þó aldrei upp og börðust allan tímann og eiga hrós skilið. Alltaf að gera sitt besta þó svo andstæðingurinn sé erfiður.
Stigin:
Haukur 12
Blessed 6
Tryggvi 4
Daíel 4
Hugi 2
Leikur#3
KFÍ – Ármann 62-45
Á ýmsu gekk í þessum leik. Haukur gat ekki verið með sökum veikinda, Rúnar náði í sína 5. villu í 2. fjórðungi og Hugi meidd sig á fingri í þeim þriðja og Tryggvi á mjöðm í þeim fjórða. Hinir sem eftir stóðu gáfu sig í verkefnið og stóðu sig stórvel og hinar reyndar á meðan þeirra naut við. Ágætis leikur af okkar hálfu, stórfínt spil á köflum og strákar nýttu síðustu orkudropana vel en þetta var þriðji leikur þeirra á sama deginum. Mótið var klárað á einum degi þar sem Sindri frá Hornafirði þurfti að draga lið sitt úr keppni.
Stigin:
Hilmir 11
Rúnar 8
Daníel 7
Bensi 6
Tryggvi 5
Blessed 4
Egill 2
Uppskeran var því enginn sigur í þremur leikjum. Hið jákvæða sem við getum tekið úr þessu er baráttugleði drengjanna sem og greinilegar framfarir, farnir að spila mun betur saman. Hafa þarf í huga að sumir okkar manna eru að spila 2 ár upp fyrir sig sem er erfitt á þessum aldri en það þýðir að þeir fá bara þeim mun meira út úr þessu.
Deila