Það er óhætt að segja að krakkarnir okkar hafi skemmt sé vel í Smáralindinni á laugardaginn þegar KKÍ hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins. Þarna var allt í gangi, afmæliskaka í metravís og drykkir frá Vífilfell. Landsliðsmenn og konur, erlendir leikmenn og fleiri hundruð manns og allir mættir til að taka þátt í leikjum og gleðjast saman. Við hjá KFÍ þökkum kærlega fyrir okkur og var virkilega gaman að sjá hvað mörg félög tóku þátt í þessum frábæra gjörning.