Minnibolti eldri er að taka þátt í sínu fyrsta Íslandsmóti og léku "púkarnir" okkar fyrsta leikinn gegn Njarðvík og töpuðu honum. Lokatölur 38-30, en góðir taktar sáust enga að síður.
Leikurinn byrjaði með mikilli þurrkatíð, lítið gekk að skora en baráttan var fín og ekki vantaði viljann. Svo áttuðu KFÍ "púkarnir" sig út á hvað leikruinn gengur og í öðrum fjórðung fór að ganga og við unnum þann leikhluta 12-4 og staðan í hálfleik var 20-20 og okkar menn að standa sig.
Baráttan hélt áfram í þriðja leikhluta og var staðan eftir hann 30-30 þrátt fyrir mistök og þeir gleymdu oft á tíðum að spila vörnina. Svo fór að lokum að Njarðvík seig fram úr og lokatölur 30-38. En baráttan og leikgleðin var til fyrirmyndar.
Stigin:
Hugi Hallgrímsson 8
Hilmir hallgrímsson 8
Bergsteinn Bjarkason 6
Haukur Jakobsson 4
Kjartan Helgason 4
Gísli Njálsson, Benedikt Guðnason, Arent Guðmundsson, Þorleifur Ingólfsson og Ólafur Bjarkason náðu ekki að skora en stóðu sig vel enga að síður.
Leikur#2
KFÍ-Borarnes 29-42
Leikurinn gegn Borgarnesi var mjög sveiflukenndr, við byrjuðum með miklum látum og vorum yfir eftir fyrsta fjórðung 15-8 og ætluðu strákarnir nú aldeilis að vinna þessa Borgnesinga. 2. fjórðungur fór svo ekki alveg sem skyldi og tapaðist hann 3-14, strákarnir hálf ráðvilltir og hengdu hausinn fullmikið þegar illa fór að ganga. Barattan hélt svo áfarm í 3. og 4. leikhluta og enduðu leikar með öruggum sigri Borgfirðinga 29-42.
Stigin:
Hilmir 9
Hugi 7
Bergsteinn 4
Kjartan 4
Benedikt 3
Gísli 2
Leikur #3
KFÍ-Ármann 29-24
Lokaleikur og voru strákarnir ákveðnir í að skila sigri í hús. Börðust þeir vel og skilaði baráttan og viljinn þessm sigri. Drengir voru orðnir þreyttir eftir daginn en náðu að klára þetta með sóma.
Leikurinn var jafn alan tíman og skiptust liðin á að hafa forystuna og var munurinn aldrei stærri en 2 stig fyrr en í restina.
Ármann nær forystunni í stöðunni 22-20 en við klárum leikinn með stæl og vinnum síðustu mínúturnar 9-2 og leikinn því 29-24. Ánægjulegur sigur í höfn og piltar afar kátir.
Stigin:
Bergsteinn 9
Hilmir 5
Kjartan 4
Þorleifur 3
Hugi 2
Gísli 2
Benedikt 2
Haukur 2
Allir stóðu piltarnir sig vel og framfarir miklar frá Nettómótinu. Helst að skorti upp á samspil hjá strákunum en þeir eru oft á tíðum full ákafir í að skora sjálfir. En viljugir eru þeir og baráttan til fyrirmyndar.
Strákarnir voru sér og sínum til fyrirmyndar. Við viljum þakka Njarðvíkingum fyrir gott mót, öll aðstaða til fyrirmyndar og umsón einnig. Alltaf gott að koma til Njarðvíkur.
Deila