Hrafn Kristjánsson og sveinar hans í KR koma á Jakann á mánudagskvöld og spila við okkar drengi. Við áttum að spila við Hamar í kvöld, en enginn varð leikurinn því ekki var flogið frá Reykjavík. KR burstaði Njarðvík í kvöld 92-69 og eru sterkir í öllum stöðum á vellinum. En við erum klárir í slaginn og það verður gaman að sjá hvernig við komum í leikinn.
Það eru allir hvattir til að mæta á Jakann og standa við bakið á okkar mönnum.Leikurinn hefst 19.15 mánudagskvöldið 15. nóvember.
Deila