Tony þekkja Ísfirðingar vel og snéri nú til baka til þess að taka þátt í Körfuboltabúðunum, en hann hefur ekki komið til Ísafjarðar frá því hann var hér þjálfari KFÍ 1998-2000. Við báðum hann um að gefa sér nokkrar mínútur til þess að ræða við KFÍ síðuna og það reyndist auðsótt.
Það er augljóslega mjög tilfinningarík stund fyrir mig að snúa nú aftur hingað, og hitta fyrrum leikmenn mína, stjórnamenn og stuðningsfólk KFÍ sem voru svo stór hluti af lífi mín þessi tvö keppnistímabil. Keppnistímabil sem voru vel að merkja mín fyrstu skref sem aðalþjálfari liðs. Þetta er einstakt íþróttafélag og einstakur bær. Fólkið er vinsamlegt og hefur góða afstöðu til íþróttarinnar og lífsins, þess vegna eiga þau alla velgengni skilda og ég var einstaklega glaður að fá tækifæri til þess að koma og hjálpa félaginu og ykkur öllum í búðunum.
Einnig hefur verið frábært að vinna með Geoff Kotila og Nebosja Vidic. Það hefur verið svo sérstaklega skemmtilegt að fá að vinna núna með fyrrum leikmönnum mínum, þeim Hrafni og Pétri Má sem nú eru orðnir sjálfstæðir þjálfarar. Gaman að fylgjast með þeim og velgengni þeirra, ég vona að Pétur muni eiga góðum árangri að fagna hérna á Ísafirði.
Mikilvægast þykir mér að börnin hér í búðunum hafa tekið greinilegum framförum. Fyrstu dagana voru vissulega nokkrir hnökrar í leik þeirra, en ég sé nú á seinni hlúta búðanna að þau hafa tekið ákveðnum framförum með bættri tækni og leikskilningi. Slíkt gleður mig alltaf sérstaklega og það er auðvitað aðaltilgangur búðanna. Við viljum að yngri leikmennirnir bæti sig og þroskist við æfingar, einnig að kynnast nýjum vinum og fá að reyna nýja og mismunandi þjálfara. Þessum markmiðum tel ég okkur hafa náð og tel því búðirnar vel heppnaðar. Ég er strax farinn að hlakka til að koma aftur í búðirnar á næsta ári, takk fyrir mig.
Við hjá KFÍ þökkum Tony fyrir vikuna og það er óhætt að segja að hann standi undir öllum væntingum. Sönn ánægja og heiður að fá slíkan gæða þjálfara til okkar.
Deila