Þá er komið að þriðja leiknum hjá stelpunum en hann verður spilaður hérna heima í Torfnesi á laugardaginn kl 15. Stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leikina sína og stefna þær að þriðja sigrinum. Leikmenn hafa þó verið að týnast í meiðsli án þess að hafa fengið leyfi fyrir því. Sirrý tók upp á því að ökklabrotna og verður frá í einhvern tíma og munar um minna þar sem hún er einn af okkar reynsluboltum. Sunna er enn meidd frá því um síðustu helgi en verður tilbúin aftur í slaginn innan tíðar. Hinar stelpurnar eru allar klárar og ætla að leggja sig 120% fram og lofa skemmtilegum og spennandi leik með miklum og góðum stuðningi frá áhorfendum.
Deila