Fréttir

Meistaraflokkur kvenna sigruðu í Grindavík

Körfubolti | 09.10.2010
Stelurnar að fókusa á leikinn
Stelurnar að fókusa á leikinn
1 af 2
Stelpurnar í mfl. kvenna sigrðuðu Grindavík-b örugglega. Lokatölur þar 61-40.

KFÍ byrjaði með látum og komst í 10-0 og staðan eftir fyrsta fjórðung 20-4 fyrir KFÍ.  Grindavík skipti þá yfir í svæðisvörn og náði þá aðeins að hemja okkar stelpur en öruggur sigur hjá okkar reynslumikla og óreynda liði.  KFÍ síðan telur það nálgast heimsmet að aldursmunur í meistaraflokki sé 32 ár á milli tveggja leikstjórnanda, Sólveig 45 og Eva 13.  Báðar stóðu sig með ágætum eins og liðið allt.

Staðan í hálfleik 31-20, eftir þriðja fjórðung 47-33 og lokastaðan eins og áður sagði 60-41 og tveir sigrar í höfn hjá stúlkunum okkar.

Annars skiptust stigin þannig:
Stefanía Ásmundsdóttir: 19, 6-2 í vítum, 1 þriggja stiga
Lindsay Church:  13, 4-3 í vítum
Sigríður Guðjónsdóttir: 12, 5-4 í vítum
Hafdís Gunnarsdóttir: 7, 4-3 í vítum
Eva Kristjánsdóttir:  5, 2-1 í vítum
Sólveig Pálsdóttir: 4, 2-2 í vítum Deila