Nebojsa Knezevic, sem lék hér með okkur í úrvalsdeildinni veturinn 2010-2011, er á leið til okkar á ný og væntum við að hann verði klár fyrir tímabilið í 1.deild sem hefst í október.
Nebo, eins og hann er nefndur hér heim, var með 15 stig og 5 fráköst í leik og var frábær bæði innan sem utan vallar. Skoraði hann mest 27 stig í einum leik og tók mest 13 fráköst. Það er mikil gleði að fá þennan geðuga pilt til baka.
Þess má geta að mfl.karla hefur leik núna á laugardag þegar þeir taka á móti firnasterku liði Tindastóls í Lengjubikarnum. Er leikurinn settur á kl.17.00 á laugardaginn 13.september og er að sjálfsögðu á Jakanum.
Áfram KFÍ
Deila