Í dag afhenti Orkubú Vestfjarða 29 styrki að upphæð 4,2 m.kr. til ýmissa samfélagslegra verkefna á starfssvæði fyrirtækisins. Barna- og unglingaráð KFÍ var meðal þeirra aðila sem hlaut styrk, alls 250 þús. kr. til að vinna að aukinni þátttöku stúlkna í körfubolta og efla almennan áhuga þeirra á íþróttum. Stjórn barna- og unglingaráðs KFÍ þakkar af heilum hug þennan rausnarlega styrk og stuðning við mikilvægt verkefni.
Um leið og við óskum öllum farsældar á nýju ári, þökkum við sérstaklega þeim sem stutt hafa dyggilega við barnastarfið hjá félaginu með ýmsum hætti og þökkum góðan hug og velvild á árinu sem nú er senn á enda. Gleðilegt nýtt ár!