KFÍ ætlar að endurtaka leikinn frá því í fyrra og halda Streetball mót á Torfnesi þar sem allur ágóði af mótinu mun renna til viðhalds á vellinum. Það er mat KFÍ að völlurinn þarfnast lagfæringar. Á tartaninu myndast reglulega kúlur, bæði spjöldin eru brotin og hringirnir eru of stífir. Þó hægt sé að leika körfubolta á vellinum þá er ástandið ekki ásættanlegt.
Í fyrra tóku 6 lið þátt þar sem The Coolios sigruðu mótið. Alls söfnuðust 18 þúsund krónur sem afhentar voru til fjármálastjóra Ísafjarðarbæjar. Því miður hefur bærinn ekki ráðist í lagfæringar á vellinum en það er von KFÍ að með enn frekari fjármunum frá götukörfuboltaspilurum Ísafjarðar að það verði mögulegt.
Fyrirkomulag mótsins verður þrír á þrjá á eina körfu og má finna reglur um mótið og skráningu hér. Mótið verður haldið á sunnudaginn 19. júní kl. 14.00 og er þátttökugjald 1.000 kr. á mann. Verðlaun verða fyrir sigurliðið.
Deila