Hampiðjan hysjaði heldur betur upp um sig buxurnar eftir slakar vikur. Náðu 13 réttum og blanda sér í toppbaráttuna. 13 réttir gáfu þeim kr. 271.780 í vinning, vel gert.
Almar náði síðan 12 réttum fyrir Skúrinn, HG og Sjálfval ná 11 réttum en Team Getspakir voru slakir, ná ekki nema 10 réttum. Þetta þýðir að staðan gæti vart verið jafnari, Skúrinn og Sjálfval á toppnum með 61 stig en önnur lið með 60 stig.
Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér
Stóri pottur stóð sig ekki vel, náði 11 réttum sem skilaði heilum kr. 1.000 í vinning, gengur betur næst
Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, sex leikir úr efsti deild og sjö úr þeirri næstu, seðilinn má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra
Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.
Deila