Fínn árangur þessa vikuna. Einn af okkar allra þrautseigustu tippurum hún Eygló sem hefur verið með frá upphafi og alltaf með sjálfval náði 12 réttum og einum réttum frá 3.000.000 kr. vinningi. Fékk í sinn hlut kr. 54.000. Næstu menn voru ekki með nema 10 rétta þannig að yfirburðir Eyglóar voru miklir þessa helgina. 10 réttir gáfu reyndar vinning þannig að uppskera Vestramanna var með ágætum þessa helgina. Engin breyting var á toppnum í getraunaleiknum, Hampiðjumenn halda enn tveggja stiga forystu á næstu lið.
Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.
Stóri pottur náði einnig 12 réttum sem skilaði kr. 63.580 í vinning. Miðinn kostaði kr. 58.000 tæpar þannig að menn fengu rétt rúmlega framlagið til baka. Einn leikur vitlaust og nálægt þeim stóra, styttist í þann stóra.
Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, 2 leikir úr efstu deild og einir 10 úr þeirri næstu og einn úr sænsku deildinni. Næsta seðil má finna hér.
Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum. Kominn vetrartími í Englandi.
Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna. Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.
Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:
12:30 Sheffield United - Manchester City
15:00 Burnley - Chelsea
17:30 Liverpool - West Ham
Deila