Fréttir

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er nýr þjálfari Vestra

Knattspyrna | 06.03.2022
Gunnar í leik með Norrköping
Gunnar í leik með Norrköping

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið ráðinn næsti þjàlfari Vestra.

Stjórn Vestra lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og telur að Gunnar sé einmitt sá karakter sem félaginu vantar og var í leit að.

Stjórn Vestra sendir þakkir til KFS fyrir að leyfa Gunnari að taka við þessu starfi. Gunnar Heiðar sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, er 39 ára og kemur frá Vestmannaeyjum.

Gunnar hefur spilað með Hannover í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa spilað fyrir Halmstads, IFK Norrköping og BK Häcken í Svíþjóð. Einnig má nefna Vålerenga, Fredrikstad, Reading, Konyaspor og Esbjerg.

Gunnar raðaði auðvitað mörkunum inn fyrir ÍBV í upphafi og enda ferils. Gunnar hefur verið að mennta sig í þjálfarafræðum.

Á síðasta ári þjálfaði hann lið KFS í þriðju deildinni og náði eftirtektar verðum árangri.

Ítarlegt viðtal við Gunnar mun birtast í fjölmiðlum á morgun.

Deila