Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið ráðinn næsti þjàlfari Vestra.
Stjórn Vestra lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og telur að Gunnar sé einmitt sá karakter sem félaginu vantar og var í leit að.
Stjórn Vestra sendir þakkir til KFS fyrir að leyfa Gunnari að taka við þessu starfi. Gunnar Heiðar sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, er 39 ára og kemur frá Vestmannaeyjum.
Gunnar hefur spilað með Hannover í þýsku úrvalsdeildinni ásamt því að hafa spilað fyrir Halmstads, IFK Norrköping og BK Häcken í Svíþjóð. Einnig má nefna Vålerenga, Fredrikstad, Reading, Konyaspor og Esbjerg.
Gunnar raðaði auðvitað mörkunum inn fyrir ÍBV í upphafi og enda ferils. Gunnar hefur verið að mennta sig í þjálfarafræðum.
Á síðasta ári þjálfaði hann lið KFS í þriðju deildinni og náði eftirtektar verðum árangri.
Ítarlegt viðtal við Gunnar mun birtast í fjölmiðlum á morgun.
Deila